miðvikudagur, júlí 09, 2008

Fimmtíu fræknustu

Arsenalvefurinn hefur undanfarnar vikur verið að birta niðurstöðu úr könnun um hverjir séu 50 fremstu fyrrum arsenalleikmennirnir. Þetta er nú bara frekar skemmtilegt, þó skemmtilegasti arsenalbloggari heimsins hafi snappað þegar Ashley Cole datt inn á listann fyrir ofan aðra goðsagnarkennda vinstri bakverði sem hafa gert minna af því að stinga klúbbinn í bakið.

En þetta er engu að síður gríðargott dæmi fyrir aula eins og mig til að átta mig á sögu klúbbsins sem ég hef alltaf haldið með en ekki fylgst með nema í örfá ár.

Í dag var nr. 8 kynntur - hinn goðsagnarkenndi Liam Brady sem jafnvel ég þekkti og dáði.

Sjö eftir. Hér eru sex nöfn sem ekki eru ennþá komin á listann, í stafró:

Tony Adams
Dennis Bergkamp
Thierry Henry
Robert Pires
Patrick Vieira
Ian Wright

Munu væntanlega allir detta inn á næstu dögum. Hef lúmskan grun um að Dennis Bergkamp detti síðastur, frekar en Henry. Sennilega Pires fyrstur.

Ekki eins viss um sjöunda nafnið. Ray Kennedy? David Seaman? Einhver gamall sandur sem ég ekki þekki? Eða einhver sem ég er að gleyma geðveikt illa.

Öppdeit: Seaman datt inn nr. 7. Held að sexmenningarnir hér að ofan fylli það sem eftir er.

2 Ummæli:

Blogger rolli sagði...

að sjalfsogdu grimandi!!! tjaaa ef ég ætti að setja penge á þetta myndi ég setja alan smith?

það er skömm að cashley whore skuli vera ofar en meistari nigel vetrabruni

6:21 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Alan Smith nr. 27

9:50 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim