mánudagur, mars 24, 2008

Fyrst þú símatólið ...

Tvennir magnaðir hálfvitatónleikar að baki, Skjólbrekka í Mývatnssveit og Græni Hatturinn á Akureyri. Afleysingatrommarinn Gunni Illugi aldeilis að halda sér. Rosagaman.

Dásamlegt að koma heim í gærkveldi, beint i páskalambið. Og leggjast svo upp i sófa og horfa á Foreldra. Þá fór helgin reyndar aðeins að dala.

Hversvegna hefur enginn komið auga á hvað þetta er mikið slappari mynd en Börn? Eða er Vesturport kannski bara gagnrýnistikkfrí? (Sá hina afleitu Kommúnu í síðustu viku. Sumir hafa haldið því fram að þar sé vel gert).

Mun verri leikur á flestum póstum í Foreldrum en Börnum. Óljós persónusköpun hjá leikurum, handritshöfundum og leikstjóra. Svarthvíta tilgerðin enn átakanlegri en í þeirri fyrri. Sögurnar bláþráðóttari og óáhugaverðari. Afgangur.

Og hvað er þetta með að viðurkenna ekki tilvist GSM-síma sem part af raunveruleikanum? Þegar 11 ára drengur kemur á vinnustað móður sinnar að leita að henni, hversu skrítinn þarftu að vera til að spyrja ekki fyrst:

"Ertu búinn að prófa að hringja í hana?".

Hinn fullkomlega ótrúverðugi tannlæknir Ingvars E. hafði greinilega ekki neina trú á svoleiðis samskiptaháttum.

Myndin er alltsvo gerð árið 2006 eða 7. Og öskrar í hverjum ramma: ÉG ER SNEIÐ AF LIFINU EINS OG ÞAÐ ER!!!

En það er klárlega feik.

4 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Langaði hroðalega á Hálfvitatónleika á laugardaxkvöld, en missti eiginmanninn í leikhús og var því heima yfir börnunum og burunni.

Bætti það upp með því að hlusta á Hálfvitadiskinn nokkrum sinnum á leiðinni bæði norður og suður. Dóttirin óx reyndar snarlega upp úr honum á seinnihluta suðurleiðar. Í miðjum Bjór meiri bjór fyrirskipaði hún: Tónlist!
Ég: Það er tónlist.
Hún: NEI! TÓNLIST!

Hún er sem sagt vaxin uppúr Hálfvitunum og nú er það bara Míka sem heitir tónlist.

8:57 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Sossum alveg sammála um Foreldra að mörgu leyti, nema hvað hún var vel tekin og allt það. En svona til að verja hana smá, þá var ákvörðun um að hafa myndirnar svarthvítar (allavega að hluta til) praktísk, leikararnir sáu sjálf um búninga og propps og í svarthvítu þarf að hafa mun minni áhyggjur af litasamræmi og útlitslegu samhengi.

12:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér fannst foreldrar ekki sérlega góð og fyrirvarð mig nánast fyrir að hafa ekki meira gaman að henni en reyndin var. Hef ekki heyrt talað um þessa mynd öðruvísi en snilldarverk. Sá ekki börn en vona að hún hafi verið betri......
Björgúlfur gaf "vinkonu" sinni hálfvitadiskinn í amælisgjöf í gær :)
Ylfamist

3:58 e.h.  
Blogger Ásdís sagði...

Mér fannst Börn miklu betri en foreldrar... Ég var reyndar mjög hrifin af Börnum og varð fyrir miklum vonbrygðum með foreldra því ég bjóst við meiru þar sem hún er alltaf talin betri myndin.. en mér fannst hún miklu slappari... sá líka komúnuna... mér fannst handritið þunnt en margt sniðugt í uppsetninguni og fínn leikur... en það bætti þunnildið ekki upp

Kv Ásdís Ármanns

12:49 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim