mánudagur, desember 31, 2007

Bloggheit

Varríus heitir því að a) hefja aftur biblíulestur á árinu. Geri samt ráð fyrir því að halda mig við "gömlu" þýðinguna. Og treysti mér ekki til að lofa einhverjum tilteknum afköstum.

Varríus heitir því ennfremur að klára að koma leikdómum sínum á aðgengilegan stað.

Og hvernig væri að allir landsmenn fylgdu fordæmi Landsbankans og sendu ráðherrunum vín fyrir næstu áramót? Þeim þykir svo gaman að fá pakka og svo hefur það víst engin áhrif á störf þeirra.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár Varríus! Og takk fyrir skrifin á árinu, les þig oft þó ég skrifi sjaldan athugasemdir :-)

2:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kom ekki í athugasemdinni en þetta var sem sagt ég - Sigga, Kvika - Húsvíkingur :-)

2:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jááá og hvaða útgáfu ætlar þú að lesa? það vita allir að þessi "skáldsaga" er búin að breytast í aldanarás og á eftir að breytast meira:-S

2:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæi þetta var ég,
kv Þráinn Maríus

2:53 e.h.  
Blogger Gadfly sagði...

Gleðilegt ár. Mér þykja það góðar fréttir að þú ætlir að hefja lestur biblíunnar aftur. Ég kunni vel að meta þau skrif, ekki bara af því að þau voru jafnan skemmtileg heldur er líka gott að fá svona góðar glósur.

12:39 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim