mánudagur, september 17, 2007

Tímamót

Í verkefnauppþyrli síðustu mánaða og vikna hlaut að verða eitthvað fórnarlamb. Og nú er það komið á daginn.

Ég er hættur sem leiklistargagnrýnandi hjá Mogganum. Sagði upp í morgun.

Ég hóf gagnrýnendaferilinn í janúar árið 2000 með því að skrifa um sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar á Hvenær kemurðu aftur Rauðhærði riddari. Síðasta dóminn fyrir moggann skrifaði ég núna í ágúst, um Light Nights. Nákvæmur fjöldi dóma liggur ekki fyrir.

Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Búinn að sjá alveg mökk af leiksýningum, og það er mjög hollt að þurfa að setja sig í þær stellingar að gera grein fyrir áhrifunum sem þær hafa á mann. En nú var þetta orðið gott í bili.

Ég geri frekar ráð fyrir að þetta verði til þess að Varríus skrifi kannski aðeins ítarlegri pósta um þær sýningar sem hann sér. Allavega þær sem hann langar að tjá sig um. Og svo verður tímamótanna minnst næstu daga eða vikur með birtingu vel valinna dóma frá "ferlinum".

Þakka lesendum áhugann og listamönnunum umburðarlyndið.

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

jæjah- ég vona að enn sé laus uþb 1 og 1/2 tími síðdegis á föstudögum því mikið rosalega finnst mér gaman að mússisera með þér elsku kallinn:) svona er maður nú eigingjarn hmmmmmm

9:58 e.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Já, hvernig er með hjáróm?

5:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

(hvíslað) ég held að hann sé sofandi ....(sshhh)

6:01 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Þið eruð ágæt.

Ég spyr bara líka:

Hvernig er með Hjáróm?

6:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

mig grunar að hann þurfi að hittast, sendi póst

7:26 e.h.  
Blogger Ásdís sagði...

þin verður saknað sem gagnrýnandi

2:24 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim