sunnudagur, ágúst 19, 2007

Egils sterkur

Fór í gær á Mr. Skallagrímsson. Það stóð nú bara alveg undir umtalsverðum væntingum. Benedikt Erlingsson er algerlega dásamlegur performer og hefur þvílíkt vald á því sem hann er að gera að útúrdúrarnir virka einungis eins og brimöldur á flinkan brimbrettamann. Samlíðan og krítísk afstaða til viðfangsefnisins mynda órofa, mannlega heild og útkoman verður einstök, þrívíð mynd af viðfangsefninu.

Ástarjátning til meingallaðs manns, flutt af orðhagasta sjarmatrölli íslensks leikhúss. Tíðarandi víkingatímans í spegli nútímans, þannig að fáránleikinn og mennskan fléttast saman. Virkar auðvelt, er drulluerfitt, mætir manni sem ómótstæðileg skemmtun með ydduðum kjarna.

Ekki missa af.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála, það má enginn missa af sýningunni, hann er undrasnjall. Hef hingað til ekki verið neitt ofurhrifin af leikstíl Benedikts en sögumaður er hann gríðagóður og þannig lagað uppáhald og unun á að hlýða.

7:08 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim