miðvikudagur, september 12, 2007

Prinsinn

Hamlet er mesta leikrit allra tíma. Kannski mikilvægasta listaverk allra tíma. Svei mér þá.

Þegar ég var að byrja á sjeikspírstúdíum mínum á unglinxárum fannst mér Lér konungur merkilegra verk. Það er rangt. Hamlet rúlar.

Hér er skemmtileg myndasería af merkum Hamlettum úr bresku leikhúsi. Margir þeirra eru til á filmu. Varríus hefur séð megnið af því stöffi. Laurence Olivier-myndin er verst. Adrian Lester er bestur. Það sárvantar Derek Jacobi, sem fylgir fast á hæla honum í BBC-myndinni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim