Tilgangurinn skemmir meðalið
Mér finnst símaauglýsingin ekkert fyndin. Mér finnst hún vera slappur brandari, stirðlega sagður. Svolítið eins og Spaugstofan á vondum degi. En það er auðvitað lykilatriði í málinu að þetta er ekki Spaugstofan. Ekki heldur skopmyndateiknarar hjá Jótlandspóstinum. Ekki Salman Rushdie.
Þetta er fyrirtæki að selja vöru.
Auðvitað mega þeir nota þessa sögu, sem mörgum í markhóp þeirra er giska heilög, til að vekja athygli á vörunni sinni. Smekk- og kúltúrleysi má ekki banna. En munurinn á þeim sem gagnrýna trúarbrögð með háði eða öðrum aðferðum vegna þess að það er margt gagnrýnivert við þau, og hinum sem teika þá umræðu til þess að selja síma ætti að vera öllum ljós og ætti að halda á lofti.
Af því tilefni birtir Trúarbragðasvið Varríusar hér ljóð eitt sem fjallar um sömu atburði og símaauglýsingin, en víkur eins og hún í veigamiklu atriði frá helgisögunni.
Og umhugsunarefnið er: Af hverju er auglýsingin drasl en ljóðið ekki?
Júdas frá Ískaríot
Ég þjónaði honum ungur, en þroskameiri eg skildi,
að það var aðeins sundrung og bylting, sem hann vildi,
og ég, sem virti lýðræði og lög, er voru í gildi,
gegn landráðunum snerist, af eðli' og skyldu' í senn.
Um svikráð fyrir mútur þó sögur af mér fara,
- að silfrið færi í gólfið og laun mín yrðu snara.
Sá kristilegi rógburður krefst ei langra svara:
Ég kastaði aldrei peningunum frá mér, góðir menn.
Ég hlaut að launum glaðning frá valdstjórninni að vonum,
ég vaxtaði hann með ráðdeild og blessun fylgdi honum.
Ég dó í hárri elli frá auði, sæmd og sonum.
Mér sárnar mest, að þeir skuli trúa á róginn enn.
Nils Collet Vogt
Þýðing: Magnús Ásgeirsson
Þetta er fyrirtæki að selja vöru.
Auðvitað mega þeir nota þessa sögu, sem mörgum í markhóp þeirra er giska heilög, til að vekja athygli á vörunni sinni. Smekk- og kúltúrleysi má ekki banna. En munurinn á þeim sem gagnrýna trúarbrögð með háði eða öðrum aðferðum vegna þess að það er margt gagnrýnivert við þau, og hinum sem teika þá umræðu til þess að selja síma ætti að vera öllum ljós og ætti að halda á lofti.
Af því tilefni birtir Trúarbragðasvið Varríusar hér ljóð eitt sem fjallar um sömu atburði og símaauglýsingin, en víkur eins og hún í veigamiklu atriði frá helgisögunni.
Og umhugsunarefnið er: Af hverju er auglýsingin drasl en ljóðið ekki?
Júdas frá Ískaríot
Ég þjónaði honum ungur, en þroskameiri eg skildi,
að það var aðeins sundrung og bylting, sem hann vildi,
og ég, sem virti lýðræði og lög, er voru í gildi,
gegn landráðunum snerist, af eðli' og skyldu' í senn.
Um svikráð fyrir mútur þó sögur af mér fara,
- að silfrið færi í gólfið og laun mín yrðu snara.
Sá kristilegi rógburður krefst ei langra svara:
Ég kastaði aldrei peningunum frá mér, góðir menn.
Ég hlaut að launum glaðning frá valdstjórninni að vonum,
ég vaxtaði hann með ráðdeild og blessun fylgdi honum.
Ég dó í hárri elli frá auði, sæmd og sonum.
Mér sárnar mest, að þeir skuli trúa á róginn enn.
Nils Collet Vogt
Þýðing: Magnús Ásgeirsson
3 Ummæli:
Mæli líka með meðferð Buñuels (sjá mitt bloggerí)
Auðvitað er þetta hárrétt hjá þér og umhugsunarvert.
Ég er að kenna kúrs sem heitir Gagnrýnin hugsun og er aðallega ætlaður fyrsta ársnemum í heimspeki. Í gær talaði ég mikið um auglýsingar (reyndar ekki Símaauglýsinguna). Ég fékk á tilfinninguna að sumum nemendunum fyndist ég svolítið klikkuð (kannski er það góðs viti?).
Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort auglýsingin sé drasl og ljóðið listaverk eða öfugt. Munurinn er þó töluverður.
Í öðru tilvikinu er verið að reyna að selja okkur vöru. Eini tilgangur seljandans er sá að hagnast. Í hinu tilvikinu er verið að reyna að selja okkur þá hugmynd að kannski sé sagan flóknari en við héldum, að kannski sé gott að hugsa út fyrir rammann og horfa á heiminn frá öðru sjónarhorni en ríkjandi öfl hafa valið fyrir okkur. Tilgangur seljandans er sá að breyta hugsunarhætti lesandans.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim