miðvikudagur, júlí 04, 2007

Meistarinn

Tónleikarnir tókust aldeilis bærilega. Við teljum okkur ekki hafa spilað betur í annan tíma, lýsingin hjá Kára mági var mögnuð og svo var fullt af fólki að skemmta sér út um allan sal.

Annaðkvöld verðum við á Akranesi við þriðja band og svo verður útgáfutónleikurinn endurtekinn á Ýdölum á laugardag.

Thierry Henry er farinn. Það er nú leiðinlegt. Samt ekki eins leiðinlegt og maður hélt. Hann var nú ekkert sérstaklega magnaður á síðasta tímabili, ekki heldur þegar hann var ómeiddur. Og stundum sýnist manni hann hafa þrúgandi áhrif á félaga sína. Að gera hann að fyrirliða var svolítið eins og að kjósa Mozart formann tónskáldafélagsins.

En stórkostlegur er hann, eða var. Sá hann tvisvar „live“. Í fyrra skiptið fór hann á kostulegum kostum. Þriðja mark Arsenal er ekkert minna en stórkostleg. Liverpoolvörnin er ekki svona léleg, Henry er svona góður.

Í seinna skipti gerði hann svo þetta. Athugið að þó Pires sé klúðrarinn þá var þetta hugmynd Henrys. Leiðtogi smeiðtogi.

Þetta sá ég svo bara í sjónvarpinu.

Hér er svo ein af fjölmörgum syrpum á Tjúbinu sem votta þessum galdrakarli virðingu.

Takk fyrir okkur, Thierry.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Fótbolti og aftur fótbolti....
Ég vona nú að ekki verði bara talað um fótbolta þegar þið komið vestur elskan? Æ, hvernig læt ég. Boggi verður með. Hann veit áræðinlega lítið um fótbolta. Við finnum eitthvað.....
Er farin að hlakka til.

7:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þú hefur verið klukkaður af mér Hahaha. Viltu koma og vera barn aftur í smá tíma og leika við mig og hina ?

Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn og erum þannig öll hluti af leik sem er svo mikilvægt að muna þegar maður verður fullorðin.við gleymum því of oft þegar við verðum fullorðin og þess vegna er heimurinn kannski eins og hann er.

Svo er bara að fara í gang KLUKKKKK

10:39 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim