þriðjudagur, október 17, 2006

Boltafréttir

Úr heimi fótboltans eru helstar þær stórfréttir að nýir heimsmeistarar voru krýndir í lok september. Það ætti að gleðja hinn skrautlega einvald Hugo Chavez, því það voru Venesúelamenn sem nældu sér í hinn óopinbera heimsmeistaratitil í fyrsta sinn með 1-0 sigri á hinu forna knattspyrnustórveldi Úrugvæ. Það er nú ekki víst samt að Adam verði lengi í 'súela, því Úrúgvæjar fá tækifæri til að hrifsa titilinn aftur á heimavellli sínum á morgun.

Arsenal heldur um þessar mundir upp á 10 ára stjórnartíð hins menntaða einvalds Arsene Wenger. Þetta er búin að vera mikil sælutíð. Í kvöld verða menn Varríusar í Moskvu og glíma við herveldið CSKA. Það er þriggja gráðu hiti þar núna, en "feels like -1" eins og hin hjálpfúsa vefsíða Weather.com upplýsir okkur um.

Þá er bara að hlaupa hraðar strákar!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim