mánudagur, október 16, 2006

Fánýtt flas

Já, stjórnvöld njósna um okkur í leyfisleysi, náttúruperlur sökkva í skolug fljót, hátt í milljón manns deyr í fráleitu stríði á okkar vegum.

Og hvað prirrar Varríus mest? Illa kveðnar vísur.

Nú hef ég ekkert á móti ljóðum sem ekki lúta íslenskum bragreglum. Sum þeirra eru flott, þó vissulega komist allskyns glópar upp með að kalla hluti ljóð sem eru bara vondur texti sem er raðað sérviskulega niður á síðu. Það gerir nú minnst til.

Engu að síður varð ég nokkuð rasandi þegar ég fletti Lesbók Moggans í gær. Þar er nefnilega ljóð. Og það er erfitt að sjá annað en það eigi að vera í hefðbundnum stíl og lúta þar með reglunum.

En það gerir það ekki. Það er einfaldlega vitlaust kveðin vísa.

Og nú er spurningin:

Af hverju er það verra en ef þetta væri einbert atómljóð - því það er klárlega verra?

Og af hverju finnst manni Lesbókin setja niður við að birta leirburð - því það gerir hún klárlega?

Kannski ætti ég bara að fara að taka í nefið og þusa yfir nútímanum almennt.

1 Ummæli:

Blogger Ditrius sagði...

heir heir. svo kemmst maður ekki upp með að senda inn ljóð sem mynningargrein af því að það er ekki hefðbundið (en alveg prýðilegt skilst mér á mér vitrara fólki) og maður sjálfur ekki eitthvað elítu skáld

12:01 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim