þriðjudagur, september 26, 2006

Það fástekkámignógugóðir...

Ég er í skókrísu. Skórnir sem ég hef gengið í samfleytt í ca 6 ár eru að detta í sundur og halda ekki vatni. Ég er að reyna að venja mig á að nota einhverja aðra skó hvunndags, en það gengur bara alls ekki. Sem betur fer hangir hann þurr.

Ég aðhyllist kenningar Snúðs í múmínálfabókunum um föt. Þau eiga að vera eins og ég í laginu. Sérstaklega skór.

Systur endurfrumsýndar á sunnudaginn var. Það var svo sannarlega þægileg innivinna að "leikstýra" þessari upprifjun. Leikkonurnar algerlega með hlutverkin á valdi sínu og gátu þess vegna breytt og bætt smáatriðin endalaust í fullkomnu öryggi þess sem veit hvað hann er að gera. Allir að mæta á Systur, líka þeir sem sáu þær í denn.

Stundin okkar frumsýnd um næstu helgi. Fiðrildi í maganum.

En Ómar Ragnarsson rúlar!

Og Hilmar Örn Agnarsson líka!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hérna:
http://clothing.search.ebay.com/ecco_Mens-Shoes_W0QQcatrefZC12QQfromZR8QQfsooZ1QQfsopZ1QQsacatZ63850
þú finnur skóna þína hér ef þú leitar bara nógu vel..

7:38 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim