Þetta var klukkutími sem ég hefði heldur viljað nota til að telja í mér rifbeinin
Þannig mæltist Ármanni Guðmundssyni að aflokinni leiðinlegri sýningu í Mónakó um árið. Þetta er gott dæmi um það sem á heimatilbúnu fræðimáli Varríusar heitir örrýni, og felst í því að lýsa upplifun sinni af leiksýningu í einni meitlaðri setningu. Á leiklistarhátíð NAR í Tönder buðu Borgundarhólmarar upp á einhverja mestu leikhúsþolraun sem sögur fara af þegar þeir sýndu tíðindalaust og ógurlega langt sannsögulegt verk um afdrif hóps gyðinga sem faldi sig í danskri kirkju meðan þeir biðu eftir bátsferð yfir sundið til Svíþjóðar. Nema hvað þjóðverjarnir voru á undan og það vissum við áður en sýningin hófst. Þegar henni loksins lauk varð Varríusi á orði:
Sjaldan hefur Gestapo verið beðið af annarri eins óþreyju.
Og nú hefur örrýnum aldeilis bæst liðsauki. Hinn málheppni göngugarpur, fyrrum hugleikari og nýráðinn kynningarstjóri Þjóðleikhússins,
Páll Ásgeir Ásgeirsson, heldur úti stórskemmtilegri bloggsíðu. Þar hefur hann þetta að segja um
Double Nora, japönsku Noh-sýninguna sem Varríus skrifaði langhund um i moggann í gær:
Mér leið eins og Gísla á Uppsölum leið þegar Ómar Ragnarsson gaf honum banana.
Svona á að gera þetta.
11 Ummæli:
Þið Palli eruð nú meiri tréhausarnir. Mér sýnast þið báðir hafa verið að leita að eplakjarna í appelsínunni. Með mjög yfirborðslega þekkingu á noh-inu virkaði það algjörlega fyrir mig.
Heyrðu.. frábær hugmynd. Ég kannski fæ að telja rifin í Ármanni í stað minna eigin. Þau eru löngu týnd, nebblega. Ætli hann hafi jafn mörg og ég?
Eða eru hans kanski líka týnd? Toggi.. sér enn í þín? Eða eru þau að týnast líka?
Mig grunar að maður þurfi allavega alveg að hafa fyrir því að telja í Ármanni. En það hlýtur líka að vera mun skemmtilegri íþrótt. Ég get hins vegar boðið mig fram ef fólk er tímaþröng og vill heldur telja á færi.
Já til að spara ykkur frekari vangaveltur þá er ég með 15 rifbein. Og svo langar mig til að nota tækifærið og miðla til ykkar uppskrift af ókeypis ís sem ég fann upp í dag. Allt sem þarf er einn íspinnapinni, frystir og dolla af majonesi.
Íspinnapinnanum er stungið ofan í majonesdolluna og henni síðan skellt í frystinn. Bíðið í hálftíma. Athugið eftir nokkra svona verður erfiðara að telja rifbeinin svo gerið það fyrst.
Fimmtán? Ég hélt maður væri alltaf með slétta tölu. Var kannski eitt notað til að skapa Dillu? ;-)
Sennilega notaði hann eitt beinið þegar hann var að gera fyrstu tilraunina með majonesísinn og átti engan íspinnapinna.
Hahahaha!! Þetta er svona álíka skemmtileg uppskrift og af finnsku jólaglöggi!!
Finnskst Jólaglögg.
1 lítri Vodka (helst Finnskt)
1 Rúsína.
Öllu blandað vel saman í skál og skreytt með greni!
Ég er búin að prófa þennan. Hann er merkilega einfaldur ;)
Blogger leggur til að ég kalli ísinn minn dmckxis en sjálfur hallast ég að því að kalla hann majís.
Vona bara að Siggalára geti smakkað hann með opnum huga.
Talandi um örrýni. Ég var nú alveg búinn að kom mér upp minni eigin örrýni á Noru fyrirfram. Verst að missa af sýningunni. En hér kemur rýnin engu að síður:
Noh!
P.S. Þetta er fjári góður ís. Ég er m.a.s. búinn að þróa eigið afbrigði sem ég kalla Kokteil-ís:
Takið kokkteilpinna.
Stingið honum í plastflösku af kokkteilsósu.
Frystið.
Klippið plastflöskuna utan af.
Fallegt getur verið að skreyta með einu kokkteilberi, en algjörlega tilgangslaust.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim