þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Tíðindalaust

Síðasta vika var upptökuvika á Stundinni. það var gaman. Helginni eyddum við höfundarnir í sumarbústað við að skrifa næsta skammt. það var gaman. Núna erum við í óða önn að útsetja næstu lög með hljómsveitinni. Það er gaman. Svo förum við í stúdíó og tökum þau upp. Verður örugglega gaman. Og næsta vika er upptökuvika á Stundinni okkar. Og svo ætla Systur að fara að hittast ...

You get the picture.

Hvað er hægt að segja um Kárahnjúkamálið? Ekki mikið, ef mann langar að vera viss um staðreyndir málsins áður en kjaftur er þaninn. Veit einhver í alvöru hvort framkvæmdin er örugg, arðbær eða hvort ávinningurinn sé í réttu hlutfalli við fórnirnar? Getur einhver talað um annað en óljósar "líkur" sem menn meta svo miklar eða litlar eftir því hvaða hagsmuni þeir verja eða hvaða málstað menn veita lið af ástæðum sem eru eins margar og fólkið.

Við vitum samt þetta: Allt bendir til að stjórnmálamenn, fulltrúar þeirra í stjórnarstöðum í kerfinu og hjá Landsvirkjun auk allskyns fiska í tengslaneti valdsins hafi falið, logið, hótað, njósnað, refsað, ruglað, snúið út úr, blekkt, þaggað og á allan hátt reynt að trufla það að ákvarðanir í málinu byggist á staðreyndum.

Það er óþolandi. Og bendir auðvitað eindregið til þess að málstaður þeirra sé óverjandi með aðferðum upplýsingar, rökvísi og sannleika.

Það sem heitir á mannamáli vondur málstaður.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Og nú eru minni spámenn farnir að taka á sig sökina fyrir Valgerði og co, þannig að allt er eins og við má búast. En að skemmtilegri hlutum, mikið hlakka ég til að berja augum Stundina í vetur! Heyrði lögin sem komin voru hjá Ármanni og leist helv. vel á, til lukku með þau líka;-)knús að norðan

12:53 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim