mánudagur, júlí 31, 2006

Rómverjar eru klikk XVII

"Don't ask, Don't tell" kalla amríkanar Salómonsdóm hersins um samkynhneigða. Þeir vilja ekki svoleiðis fólk í herinn, en láta sig hafa það ef enginn veit hvort viðkomandi er "einn af þeim". Herinn má ekki spyrja og samkynhneigðir mega ekki kjafta.

En auðvitað kemst stundum upp um strákinn Tuma og þá fá menn sparkið.

Nýlegt dæmi er sargentinn Bleu Copas, sem herinn hefur nú rekið úr sínum röðum fyrir hommsku. Copas gekk í herinn eftir 11. september og ákvað herinn að þálfa hann í arabísku, en svoleiðis fólk ku vera af skornum skammti í röðum hans. 55 arabískumælandi hermenn hafa verið reknir úr hernum fyrir þessar sömu "sakir".

En hinn sjálfhverfi Varríus hnaut þó fyrst og fremst um eftirfarandi klausu í fréttinni:
On Dec. 2, investigators formally interviewed Copas and asked if he understood the military's policy on homosexuals, if he had any close acquaintances who were gay, and if he was involved in community theater. He answered affirmatively.
Leturbreyting Varríusar


Já Félagsheimilunum svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim