Orðstír
Það að forkólfar Sjálfstæðisflokksins laumist til að veita Árna Johnsen uppreist æru í hlutverki handhafa forsetavalds, þremur árum áður en slíkt er hægt samkvæmt lögum þarf ekki að koma neinum á óvart. Kannski dapurlegt og aumkunarvert, en algerlega fyrirsjáanlegt.
Lýðhylli Árna í Vestmannaeyjum er síðan annar og loðnari handleggur.
Verð samt að játa að ég skil ekki löggjöfina. Af hverju skyldi útiloka fólk sem setið hefur í fangelsi frá því að bjóða sig fram til Alþingis? Má ekki halda því fram að tugthúslimir hafi með athæfi sínu og afleiðingum þess öðlast lífsreynslu sem er óvenjuleg og þar með dýrmæt í mótun samfélagsins?
Hvaða slúbbert sem er getur sótt um hvaða vinnu sem er, en ef þeir sem sjá um ráðninguna eru ekki þeim mun meiri hálfvitar þá bera þeir vonandi gæfu til að sigta burt helstu vitleysingana áður en þeir velja svo hæfasta ... karlmanninn.
Á sama hátt: Er það ekki hlutverk okkar kjósenda að hafna þeim frambjóðendum sem okkur býður við, hvort sem það er vegna mannorðsleysis eða af öðrum ástæðum?
Og þess fjarskylt: Er mannorð lögfræðihugtak? Er það ekki bara íslenska?
Í Marðarbók segir:
Lýðhylli Árna í Vestmannaeyjum er síðan annar og loðnari handleggur.
Verð samt að játa að ég skil ekki löggjöfina. Af hverju skyldi útiloka fólk sem setið hefur í fangelsi frá því að bjóða sig fram til Alþingis? Má ekki halda því fram að tugthúslimir hafi með athæfi sínu og afleiðingum þess öðlast lífsreynslu sem er óvenjuleg og þar með dýrmæt í mótun samfélagsins?
Hvaða slúbbert sem er getur sótt um hvaða vinnu sem er, en ef þeir sem sjá um ráðninguna eru ekki þeim mun meiri hálfvitar þá bera þeir vonandi gæfu til að sigta burt helstu vitleysingana áður en þeir velja svo hæfasta ... karlmanninn.
Á sama hátt: Er það ekki hlutverk okkar kjósenda að hafna þeim frambjóðendum sem okkur býður við, hvort sem það er vegna mannorðsleysis eða af öðrum ástæðum?
Og þess fjarskylt: Er mannorð lögfræðihugtak? Er það ekki bara íslenska?
Í Marðarbók segir:
Mannorð HK 1 það orðspor sem fer af e-m, orðstír [...] 2 orðrómur.í 34. grein stjórnarskrárinnar stendur:
Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.Kannski er ég bara svona illa innrættur, en mér er til efs að mikið gangi laust af fólki með óflekkað mannorð í skilningi íslenskrar orðabókar. Og satt að segja held ég að hlutfallið sé jafnvel enn lægra í þingsölum en á landinu í heild.
5 Ummæli:
Fyrirsjáanlegt er akkúrat rétta orðið. Og einmitt svo stórkostlega hlægilegt af því það var svo dásamlega eftir bókinni að þetta yrði gert í fjarveru forsetans meðan eintómir sjallar færu með völd hans. Þess vegna verður þetta eitthvað svo aumkunarvert.
Það sem kemur mér hins vegar á óvart í öllu þessu máli er notkunin á orðinu "uppreist" sem hver fjölmiðillinn étur upp eftir öðrum (og m.a.s. vinur minn Varríus). Skv. áðurgreindri Marðarbók (eða hvort það var í bók forverans Árna Bö.) þá þýðir uppreist með té-i eingöngu uppreisn í merkingunni "samblástur gegn yfirvöldum" eða "tilraun til byltingar". Uppreisn æru er hins vegar bara til með enn-i.
Annars frétti ég að Sigrún Valbergsdóttir hin "færeyska" vildi meina að "uppreist æru" væri færeyska og þýddi uppsperrt eyru eins og á héra.
Góður!
Þetta er náttúrulega alveg glórulaus uppskrúfun.
Gleður mig. Er nýbúin að frétta þetta með té-ið og æruna, og nú steinhætti ég við að læra það. Ætla að fá að setja hluta af kommenti Sævars í gæsalappir og í kommentakerfi sjálfrar mín og svara þannig fjölmiðlakólfinum, systur minni.
Og, einmitt, hvorutveggja er kjánalegt. Að æra skipti máli á þingi (manni hefur nú sýnst allt annað) og að hægt sé að reisa hana við með handafli. Hvort sem um forsetann er að ræða eða handhafa hans.
gott að sjá kommentið hans Sævars, ég trúði ekki hinu enda aldrei heyrt það né séð áður. Mikið er ég sammála Siggu með undarlegheit þess að einhver geti bara með bréfi veitt manni uppreisn æru ef maður klúðrar stórt...
Sé að baggalútsmenn eru búnir að fatta þetta með færeyskuna...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim