laugardagur, júlí 29, 2006

Svona viljum við hafa það

Þegar við komum heim í gær lágu tveir miðar við útidyrnar frá Orkuveitunni. Annar þeirra tjáði okkur að kalda vatnið yrði tekið af 22. júlí, sem okkur þóttu nú heldur seint fram komnar upplýsingar. Á hinum voru sömu upplýsingar fyrir utan að einhver hafði krotað yfir dagsetninguna og skrifað 29. júlí í staðinn, og gerðum við þvi frekar ráð fyrir að það gilti.

Okkur þótti nú hálffúlt að það þyrfti endilega að gera þetta á laugardegi, þar sem þurrkurinn átti að standa allan daginn frá morgni til kvölds. Fylltum því hraðsuðuketilinn af vatni, svo og nokkur önnur ílát til að eiga drykkjarvatn og mögulega lögg til matreiðslu.

Nú er klukkan hádegi og kalda vatnið streymir úr krönum vorum sem aldrei fyrr.

Eins og Jerry Springer myndi orða það:

I'm confused.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim