þriðjudagur, júní 06, 2006

Go Ghana Go!

Ágæt hvítasunnuhelgi að baki. Skemmti mér reyndar ekki nema hæfilega á Þuríði og Kambsráninu í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Afar áferðarfalleg sýning, leikmynd, búningar og lýsing fagmannleg og fyrsta flokks, en dálítið misgóður leikur og full flatneskjulegt handrit þó einstakar senur hafi verið vel skrifaðar. Vantaði svar við spurningunni: hver er aðalpersónan? Eða réttara sagt, það vantaði að svarið við þeirri spurningu væri: Sigurður Gotti, og þá hefðu verið forsendur til að skrifa mun áhugaverðara leikrit og klárt mál að Sigurgeiri hefði ekki orðið skotaskuld úr því.

Heilt yfir: snoturt, skammlaust, en athyglisvert? Ég veit það ekki...

Á laugardaginn bar svo hæst prýðileg grillveisla Hugleikara til heiðurs Magnúsi Grímssyni, Huldu og Guðrúnu frá Lundi. Og Varríus leystur út með gjöf fyrir nýlokna formannstíð.

Sunnudagurinn fór í tiltekt og mók, en mánudagurinn í skriftir og mók. Já og svo tók við stjórnmálaskrípóið. Gott að fá Finn Ingólfs í fjármálaráðuneytið, kemur hann ekki örugglega með peningana sína með sér?

Annars fellur sá farsi alveg í skuggann af helsta viðfangsefni vikunnar: Með hverjum á ég að halda á HM?

Hef hingað til alltaf haldið með Hollandi, en sé ekki ástæðu til þess núna. Langar ekki að fagna Ruud og Robben, en mun svosum brosa út í annað ef van Persie skorar.

Það eru Arsenalmenn á annarri hverri þúfu að þessu sinni. Og þó ótrúlegt megi virðast þá eru þeir ekki flestir í franska landsliðinu (Henry einn, og telst reyndar þónókkuð) heldur í því enska (Campbell, Cole, Walcott). En eigi er Varríus svo mikill bolur að halda með því skítaliði.

Svo eru tveir nallar hjá Svisslendingum, Spánverjum og Fílabeinsstrandarmönnum. Ekkert æsandi við þessi lið, nema kannski fílana og ekki fer maður að halda með erkihlandfötunni Didier Drogba.

Arsenalhlutfall verður sumsé ekki notað við val á uppáhaldsliði.

Þess í stað verður farin fóstbræðraleiðin svokallaða, haldið með liðum þeirra þjóða þar sem Varríus á bræður.

þannig að fyrsta kastið verður haldið með Ghana, til heiðurs Kenneth sem var skiptinemi á æskuheimili mínu fyrir margt löngu.

Og svo þegar þegar þeir hafa verið sendir heim verður tekið til við þa vanþakkláta verkefni að styðja Brasilíu, en þar í landi býr annar bróðir Varríusar, Renato að nafni, og tilheyrir þeim minnihluta þjóðarinnar sem hefur engan áhuga á knattspyrnu. Þannig að ég tek það skítverk að mér í þetta sinn. That's what brothers are for.

Að öðru leyti óskar Varríus lesendum sínum gleðilex Slayerdax.

7 Ummæli:

Blogger fangor sagði...

já takk sömuleiðis. reign in blood..

3:58 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Ég ætla að halda með Tógó. Bara af því að ég held ég hafi aldrei heyrt um það áður.

12:53 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Við Ármann sáum þeirra Arsenalmann, Adebayor, spila í Mónakó í fyrra og hann var algert krapp.

1:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já þetta var á heimavelli Mónakó og þegar Adebayor fékk boltann þá púuðu Mónakóskir áhorfendur. Enda spilaði hann eins og argasta zfhzxn

2:21 e.h.  
Blogger Þorbjörn sagði...

Bara ekki nota orðskrípið brassar um Brasilíumenn. Það þoli ég ekki. Við gætum alveg eins kallað íslendinga illa (með rödduðu elli náttúrulega).


Sem er svosem kannski ekki slæm hugmynd.

5:24 e.h.  
Blogger Örn Úlfar sagði...

Þessar pælingar minna um margt á fínan pistil Nick Hornby um Arsenal og enska landsliðið í bókinni The thinking fans guide to the World Cup, sem er algjörlega nauðsynleg lesning fyrir hátíðina sem fram undan er.

12:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Langskemmtilegast að halda með liðinu sem er síður líklegt að vinna, sjáiði bara hvað það var gaman að sjá Trinidad gera jafntefli við Svía. Braselía má alveg vinna fyrir mér en það er ekki nógu spennandi. Þið verðið að viðurkenna að það sem er óvæntast er líka skemmtilegast og mest spennnnandi. Fyrirséð úrslit eru gjörsamlega pswzmqq ... .

10:35 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim