Lítið eitt
Það er ástæða til að minna á og hvetja til mætingar á Margt smátt, einþáttungahátíð Bandalagxins og Borgarleikhússins á litla sviði hins síðarnefnda núna í kvöld. Þarna verða einhver tólf stykki frá átta félögum að ég held.
Hugleikur verður með þrjú stykki, Kratavar og Hannyrðir eftir Sigurð "Guacamole" Pálsson og Í öruggum heimi eftir Júlíu "Jellobiafra" Hannam. Missið af þeim á eigin ábyrgð.
Varríus leikur lítið hlutverk í einu þeirra og veldur ekki tilfinnanlegu tjóni á áhrifamætti þess.
Að auki verða tvö önnur félög með Hugleiksk verk. Rangæingar sýna Bara innihaldið eftir Sævar "Maraþara" Sigurgeirsson og Sýnir sýna Friðardúfuna eftir Unni "Tiger" Gutt.
Og svo brestur á aðalfundur Bandalaxins. Og um kveldið verður svo tilkynnt um valið á Áhugaleiksýningu ársins hjá Þjóðleikhúsinu. Þar erum við með tvö stykki í baráttunni, Jólaævintýri Hugleix eftir Þorgeir "Kartöflu" Tryggvason, Snæbjörn "Kylfu" Ragnarsson, Sigríði "Brekku" Sigurjónsdóttur og Sigrúnu "Aruba" Óskarsdóttur og Systur eftir Þórunni "Fiðlu" Guðmundsdóttur.
Á sunnudaginn fer síðan sendinefnd frá félaginu til að reyna að gera sitt til að leysa vandamálið með varnir Íslands.
Áfram við!
Hugleikur verður með þrjú stykki, Kratavar og Hannyrðir eftir Sigurð "Guacamole" Pálsson og Í öruggum heimi eftir Júlíu "Jellobiafra" Hannam. Missið af þeim á eigin ábyrgð.
Varríus leikur lítið hlutverk í einu þeirra og veldur ekki tilfinnanlegu tjóni á áhrifamætti þess.
Að auki verða tvö önnur félög með Hugleiksk verk. Rangæingar sýna Bara innihaldið eftir Sævar "Maraþara" Sigurgeirsson og Sýnir sýna Friðardúfuna eftir Unni "Tiger" Gutt.
Og svo brestur á aðalfundur Bandalaxins. Og um kveldið verður svo tilkynnt um valið á Áhugaleiksýningu ársins hjá Þjóðleikhúsinu. Þar erum við með tvö stykki í baráttunni, Jólaævintýri Hugleix eftir Þorgeir "Kartöflu" Tryggvason, Snæbjörn "Kylfu" Ragnarsson, Sigríði "Brekku" Sigurjónsdóttur og Sigrúnu "Aruba" Óskarsdóttur og Systur eftir Þórunni "Fiðlu" Guðmundsdóttur.
Á sunnudaginn fer síðan sendinefnd frá félaginu til að reyna að gera sitt til að leysa vandamálið með varnir Íslands.
Áfram við!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim