fimmtudagur, maí 11, 2006

Síðasta lag...

... aftur stóð ég í eldhúsi mínu í hádeginu, og steikti að þessu sinni beikon. Og enn brestur á fagur söngur kl. 12.17 eða eitthvað. Að þessu sinni kona og kór að syngja Elín Helena eftir eitthvað merkilegt ljóðskáld sem ég man ekki hver er. Ekkert spes lag reyndar, en flottur sópran.

Og nafnið: Þórunn Guðmundsdóttir!

Þeir sem misstu af þessu geta komið í kvöld í Þjóðleikhúskjallarann kl. 21 og hlýtt á Svanasöng að Sinni - þ.e. síðustu dagskrá Hugleiks þar þennan veturinn. Þar syngur m.a. Þórunn þessi.

Og margt fleira, þ.á.m. Varríus taka villt sóló á óbó.

Og áður en ælupokarnir eru sóttir þá gaf helsti óbóleikari Mývetninga mér leyfi til að gera þetta aftur í kvöld, þó svo hann ætli að taka sjálfur þátt í prógramminu að þessu sinni.

Sjáumstíkvöldöll!

PS: Dorrit rokkar!

9 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Andsk.! Er Gunni í kvöld? Þarf maður þá að koma aftur? Hvað ætlar hann að gera?

Óbó-sóló (gott orð) Varríusar var einn af hápunktunum. Sem og flautumisþyrmingar Hjalta og rokkbandið almennt. Sálmur Meyvants í flutn. R,R&G aldeilis ótrúleg snilld - þar munaði ekki síst um hinn desibilaða Odd Bjarna enda fáir á hans skala. Nema kannski Scala. Margir góðir söng- og spilaflokkar. Mörg góð lög. Fín dagskrá.

3:42 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Gunni ætlar að spila "Þegar nóttin kemur" með Tótu, Indru, Bibba og Lofti.

Hann hefur víst persónulegar skoðanir á hljómaganginum í því lagi og vill færa til síns vegar.

Blogger er á því að þetta sé hefðbundið áttagripalag:

rsbnlzhq

endurtekið eftir þörfum.

3:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það hljómar allavega lógískt að hafa "q" í átta "gripa" lagi.

Eru ekki Bjarnastaðabeljurnar örugglega átta gripa lag?

1:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Oh! Stjúpid mí! Það er auðvitað bara 7 gripa. Jú nó wæ!

1:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Damn!! Getiði ekki komið með programmið VESTUR????

10:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Eru virkilega ekki nema 7 beljur á Bjarnastöðum - hélt þær væru 8...

11:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst ég vera farinn að ofskýra ... en þær verða vonandi 8 aftur um miðaftansbil.

1:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Dö! Þetta finnst okkur nú fyndið Sævar minn, enda bæði óvenju fyndþroskuð og bptuft

6:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svona líka ljómandi! Dasvedanja og eigiði nú góða daga og gott eaffyhhz í Rússkí!

12:50 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim