mánudagur, maí 08, 2006

Síðasta lag fyrir fréttir

Fór heim í hádeginu eins og ég geri oft þar sem ég vinn í næsta húsi við heimili mitt. Kveiki á útvarpinu og er að dunda við að smyrja rúgbrauðið þegar síðasta lag fyrir fréttir brestur á. "Þetta er alveg óvenju falleg rödd" hugsa ég. Eðlileg, björt og blessunarlega laus við Corteska tilgerð. Og svo skildi maður textann.

Hver skyldi þetta nú vera?

Það skal tekið fram að ég er ekki raddglöggur maður, og þessvegna varð ég þetta líka hissa (og þó ekki), stoltur og glaður þegar lagið var afkynnt.

Hver nema helvítis hundurinn!

Og á morgun er tónlistardagskrá Hugleiks í Þjollakjallaranum.

Tilviljun?

Jú tell mí.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim