Kominn til að sjá og sigra
Gott að koma heim eftir hina ógurlegu svaðilbjarmalandsför. Fyrr eða síðar mun ég gera henni einhver skil hér, á eftir að finna upp formhjólið. Svo er náttúrulega hægt að fá impressjóníska mynd af henni af sms-unum sem birt voru á hugleiksvefnum.
Hér virðist allt vera eins, þó svo júróvisjón hafi tapast og nýir vendir sópi nú ganga Ráðhússins. Já og að uppáhaldslið margeirs hafi marið sigur yfir mínum mönnum meðan Lipetsk-hæglestin vaggaði mér í ró.
Það er nett óraunveruleikatilfinning yfir hversdagsleikanum í augnablikinu eftir að hafa verið fjarri honum svona lengi í landi hins kirillíska leturs og stranglega framfylgda skipulagsleysis, hinnar blóðugu sögu og dvergvöxnu þjónustulundar. Hinna speisuðu fjarlægða, útkúkuðu klósetta og hlýlegu vina,
Gaman samt að fara.
Hér virðist allt vera eins, þó svo júróvisjón hafi tapast og nýir vendir sópi nú ganga Ráðhússins. Já og að uppáhaldslið margeirs hafi marið sigur yfir mínum mönnum meðan Lipetsk-hæglestin vaggaði mér í ró.
Það er nett óraunveruleikatilfinning yfir hversdagsleikanum í augnablikinu eftir að hafa verið fjarri honum svona lengi í landi hins kirillíska leturs og stranglega framfylgda skipulagsleysis, hinnar blóðugu sögu og dvergvöxnu þjónustulundar. Hinna speisuðu fjarlægða, útkúkuðu klósetta og hlýlegu vina,
Gaman samt að fara.
4 Ummæli:
Velkominn heim.
Útkúkað og innbakaðir kúkar... Mér finnst gott að þið hafið allavega ekki týnt niður kúkahúmornum.
þetta með kúkana er ekki húmar, þetta er dauðans alvara.
Strastvidsjí! Jahérna!! Þið eruð bara komin heim!! Izvinítíja, en ég ætlaði að senda frúnni þinni afmæliskveju í gær, fann ekki netfangið hennar og sendi hér með góðar kveðjur af gærdagsins tilefni. Maija Taragaija, Húlda. Innilega til hammó með ammó í gær. Ylfa.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim