fimmtudagur, febrúar 24, 2011

day 10 - a song that makes you fall asleep

Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.

Svífur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.

Torbjörn Egner/Kristján frá Djúpalæk


Vel gert auðvitað, en aðallega skulum við hugleiða þá ótrúlegu staðreynd að til er sérstök grein bókmennta (og að einhverju leyti tónlistar) sem er helguð því að svæfa þá sem hennar njóta. Á ég að syngja meira, refur?Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim