fimmtudagur, febrúar 17, 2011

day 05 - a song that reminds you of someone

This Be The Verse

They fuck you up, your mum and dad.
They may not mean to, but they do.
They fill you with the faults they had
And add some extra, just for you.

But they were fucked up in their turn
By fools in old-style hats and coats,
Who half the time were soppy-stern
And half at one another's throats.

Man hands on misery to man.
It deepens like a coastal shelf.
Get out as early as you can,
And don't have any kids yourself.

Philip Larkin

Við sátum eitt sinn í stofunni hjá Þorsteini Gylfasyni, nokkrir nemendur hans og hann las fyrir okkur þetta ljóð við mikinn fögnuð viðstaddra. Og bað okkur að hjálpa sér við að þýða upphafsorðin fjögur. Ég er nokkuð viss um að það var góðvinur minn Þórgnýr Dýrfjörð sem stakk upp á sögninni "að klúðra", sem ég held að hafi verið góð hugmynd. Þorsteinn þýddi seinna ljóðið, breytti bragarhættinum og útkoman byrjaði "Þú ert eyðilagður í æsku/af eintómri foreldragæsku". Alls ekki hans besta ljóðaþýðing, en þökk sé Þorsteini fyrir að kynna mig fyrir Larkin, stórbrotnu skáldi og gallagrip.

Blessuð sé minning Þorsteins Gylfasonar.


Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim