sunnudagur, febrúar 13, 2011

day 01 - your favorite song

Blóðhófnir

Minningar

snjór sem ég þjappa
í greip
hnoða í kúlu
og kasta

það hendir aðeins
í huga mér

Hér festir ekki snjó

Brúin spennist
úr iðandi grasi
í gráan mökk

Þar er landið mitt
vafið náttkyrri værð
steypt í stálkaldan ís

[…]

Gerður Kristný


Vel má vera að einhverntíman verði nógu miklu eða of miklu lofi hlaðið á þetta ljóð Gerðar, en það er þrátt fyrir allt ekki komið að þeim degi. Þetta er stórbrotið kvæði sem ég get ekki hætt að lesa, og get ekki hætt að gráta þegar ég les það. Formfast og agað, slípað og beitt og undir logar reiðibál. Ég leitaði lengi að þessu "uppáhaldsljóði" og varð hissa þegar ég komst að því að það var svona nýlegt. Vel má vera að ég eignist annað uppáhaldsljóð síðar - en það má þá vera helvíti gott.

Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim