þriðjudagur, febrúar 15, 2011

day 03 - a song that makes you happy

Bráðum kemur betri tíð

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga
sæta lánga sumardaga.

Þá er gaman að trítla um tún og tölta um eingi,
einkum fyrir unga dreingi.

Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur,
og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur.

Halldór Laxness

Hvað er hægt annað en gleðjast yfir þessu litla ljóði og þeim myndum og lykt sem það vekur? Er eitthvað við þetta að bæta? Bara muna að lesa það upphátt fyrir sjálfan sig, valfrjálst hvort maður hermir eftir Nóbelsskáldinu á meðan, en spillir að sjálfsögðu ekki fyrir.


Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim