mánudagur, febrúar 14, 2011

day 02 - your least favorite song

Systkinin

Ég veit um systkin svo sæl og góð,
Og syngja vil um þau lítinn óð
En ekkert þekkjast þau þó
Um húsið hún leikur sér út og inn
Hann einnig leikur um himin inn
Drengurinn litli sem dó.

Hún veit hann var barn svo blessað og
gott, hann bróðir hennar sem hrifinn var brott
Hún þráir hann ekkert þó.
Sú barnunga mær tekur missirinn létt
En mamma hennar hugsar jafnt og þétt
Um litla drenginn sem dó.

Hún þráir sinn litla ljóshærða son,
Sitt ljós og sitt gull, og sinn engil og von
Hún man hve hann hjúfraði og hló
Hve blítt hann klappaði um brjóst hennar og kinn
Hve brosið var indælt og svipurinn
Á litla drengnum sem dó.

Stúlkan flýgur í faðm hennar inn
Þá felur hún líka þar drenginn sinn
Með sorgblíðri saknaðarró    
Í hjarta hennar dafnar vel dóttirin
Þó dafnar þar enn betur sonurinn
Drengurinn hennar sem dó.

Einar H. Kvaran

Kannski ljótt að kasta skít í frænda sinn, sem þrátt fyrir allt leit ekkert á sig sem ljóðskáld, og var þar að auki snillingur í smásagnagerð. En þetta er bara svo óþolandi ódýrt og flatneskjulegt tilfinningaklám. Og verður enn verra þegar minn uppáhaldssöngvari íslenskur, og tengdafrændi syngur það. Vel gert, en væri betur ógert. Lesiði frekar, Marjas, Vistaskipti og Vonir. Og hlustið á Mannakorn.


Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

1 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

"sú barnunga mær tekur missirinn létt?"
Hef reyndar alveg grenjað yfir þessu á einhverri meðgöngunni. Þangað til þetta með missirinn kom til sögunnar. Þá þornuðu tár mín.

Ylfamist

4:24 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim