Ofviðrið í Borgó
Af hverju eru menn alltaf að leika Ofviðrið?
Ofviðrið er það leikrit Shakespeares sem mér finnst minnst til koma í hlutfalli við status þess. Það er talað um það í sömu andrá og Hamlet og Jónsmessunæturdraumur og Hinrik IV. Hvað er það?
Sem leikrit er það talsvert afleitt, er það ekki? Klunnalegt plott, ferkantaðir karakterar sem ekkert breytast eða þróast. Magnaður skáldskapur á köflum, en er svoleiðis nóg fyrir leikhús nútímans? Er rómantíska hugmyndin um að hér séum við að horfa á kveðjuorð stórskáldsins til leikhússins kannski að villa okkur sýn? Ég fékk svolítið þá tilfinningu af stórkostlega vel útfærðri leikmyndinni í Borgarleikhúsinu og vísvitandi klunnalegum leikstílnum í sýningunni.
Hvar er dramað í Ofviðrinu? Prosperó heldur öllu í hendi sér. Gott hjá honum. Hann ákveður að refsa, ákveður svo að fyrirgefa. Eru áform hans einhverntíman í hættu? Er hægt að efast um göfgi hans?
Hverskonar hlutverk eru þetta? Svona í samanburði við önnur í þríleiknum sem gjarnan er horft á saman, lokaverk Shakespeares, Ofviðrið, Cymbeline og Vetrarævintýri. Myndi ekki Leontes freista meira en Prosperó, Imogen þykja safaríkari en Miranda? Pálína er augljóslega meira djúsí sem rödd skynsemi og siðferðis en Gonsaló. Og er Autolycus ekki svalari en Kalíban?
Vetrarævintýri er með mínum augum séð augljóslega betra leikrit og safaríkara verkefni en hið rómaða Ofviðri. Ofviðrið virkar vitsmunalegra, skematískara - bókstaflega séð verra leikrit.
En Kalíban er samt áhugaverðari en Autolycus. Af hverju?
Af því að á túlkun hans hangir túlkun leikritsins. Kalíban - Prosperó - Aríel. Þarna er kjarninn.
Hvað er okkur sagt um Kalíban? Að hann sé skrímsli, að hann sé á valdi Prosperós, að hann hafi ráðið eyjunni áður en Prosperó kom, að hann hafi ekki kunnað mál Prosperós, að hann hafi reynt að nauðga Míröndu, að hann hafi verið hnepptur í þrældóm, að hann líti út eins og fiskur í augum fullra fávita.
Er einhver sérstök ástæða til að taka þetta lið á orðinu? Er ekki allavega ljóst að ef leikstjóri tekur þau á orðinu þá er það ÁKVÖRÐUN, en ekki jafn sjálfsagður hlutur og að Hamlet sé yngri en Geirþrúður móðir hans.
Hvað er okkur sagt um Ariel? Einu persónuna sem ögrar Prosperó en hann hefur engu að síður á valdi sínu. Hvernig? Hvert er vald Aríels og hvað takmarkar það og hvernig?
Með því að leiða þessar spurningar hjá sér verður sýning Borgarleikhússins að innantómri (en oft áhrifaríkri) skrautsýningu. Og hún leiðir hana hjá sér með klisjutúlkun sinni á Kalíban og Aríel - sem virka eins og enginn hafi hugleitt stöðu þeirra í heimi leikritsins.
En áhrifarík skrautsýning er hún. Ramminn er glæsilegur, leikhúsið er alveg sniðug metafóra fyrir verkið, Prosperó er þrátt fyrir allt sá sem stýrir því sem gerist (svona að mestu leyti) En útfærslan er klunnaleg og leikstíllinn (sem ég vona að stafi af hugmyndinni en sé ekki það besta sem fólk getur gert) er eintóna brandari.
Hvað á það að þýða hjá Ingvari að láta eins og kenjóttur krakki allan tímann? Hversvegna eru ítölsku hirðmennirnir látnir vera svona kjánalegir? Trúa elskendurnir ungu ekki á ást sína? Finnst þeim kannski bara fyndið að láta svona?
Af hverju ekki að taka leikritið og aðstæður persónanna alvarlega?
Og ef það er of leiðinlegt, af hverju ekki þá að leika eitthvað annað leikrit? Eða þá allavega að sannfæra mig áhorfandann um að það sem verið sé að gera sé gert "af heilum hug og góðum" eins og einn leiklistargagnrýnandi orðaði það í öðru shakespeareleikriti (look it up).
það tókst ekki.
Ég sá sýningu þar sem haugur af hæfileikaríku fólki sagði mér að þeir hefðu ekki minnsta áhuga á að miðla því sem höfundurinn hafði að segja. Og það með leikriti sem hefur það eitt sér til ágætis að vera þrungið merkingu á kostnað dramatískrar framvindu. Til hamingju með það.
Ekki það, trúðarnir voru svolítið fyndnir og í lokin var alveg skýrt að leikarinn Ingvar hætti að leika og fór með lokaorðin í eigin persónu (nema hann sé bara svona góður leikari) og það var áhrifaríkasta móment sýningarinnar.
Restin var hinsvegar því miður óskýr, tilgerðarleg og bar þess engin merki að höfundar sýningarinnar hefðu hinn minnsta áhuga á að fanga merkingu leikritsins, miðla henni til okkar og sannfæra okkur um að skilningur þeirra væri réttur.
Sem er verkefnið sem fyrir þá er sett.
Og eftir sit ég - hafandi aldrei séð sýningu á Ofviðrinu sem sannfærir mig um að það sé spennandi, áhugavert, leikrit. En gúrúarnir fullyrða að þetta sé eitt af höfuðverkum manns sem ég veit að er einn af meisturum mannsandans,
Come on!
Ofviðrið er það leikrit Shakespeares sem mér finnst minnst til koma í hlutfalli við status þess. Það er talað um það í sömu andrá og Hamlet og Jónsmessunæturdraumur og Hinrik IV. Hvað er það?
Sem leikrit er það talsvert afleitt, er það ekki? Klunnalegt plott, ferkantaðir karakterar sem ekkert breytast eða þróast. Magnaður skáldskapur á köflum, en er svoleiðis nóg fyrir leikhús nútímans? Er rómantíska hugmyndin um að hér séum við að horfa á kveðjuorð stórskáldsins til leikhússins kannski að villa okkur sýn? Ég fékk svolítið þá tilfinningu af stórkostlega vel útfærðri leikmyndinni í Borgarleikhúsinu og vísvitandi klunnalegum leikstílnum í sýningunni.
Hvar er dramað í Ofviðrinu? Prosperó heldur öllu í hendi sér. Gott hjá honum. Hann ákveður að refsa, ákveður svo að fyrirgefa. Eru áform hans einhverntíman í hættu? Er hægt að efast um göfgi hans?
Hverskonar hlutverk eru þetta? Svona í samanburði við önnur í þríleiknum sem gjarnan er horft á saman, lokaverk Shakespeares, Ofviðrið, Cymbeline og Vetrarævintýri. Myndi ekki Leontes freista meira en Prosperó, Imogen þykja safaríkari en Miranda? Pálína er augljóslega meira djúsí sem rödd skynsemi og siðferðis en Gonsaló. Og er Autolycus ekki svalari en Kalíban?
Vetrarævintýri er með mínum augum séð augljóslega betra leikrit og safaríkara verkefni en hið rómaða Ofviðri. Ofviðrið virkar vitsmunalegra, skematískara - bókstaflega séð verra leikrit.
En Kalíban er samt áhugaverðari en Autolycus. Af hverju?
Af því að á túlkun hans hangir túlkun leikritsins. Kalíban - Prosperó - Aríel. Þarna er kjarninn.
Hvað er okkur sagt um Kalíban? Að hann sé skrímsli, að hann sé á valdi Prosperós, að hann hafi ráðið eyjunni áður en Prosperó kom, að hann hafi ekki kunnað mál Prosperós, að hann hafi reynt að nauðga Míröndu, að hann hafi verið hnepptur í þrældóm, að hann líti út eins og fiskur í augum fullra fávita.
Er einhver sérstök ástæða til að taka þetta lið á orðinu? Er ekki allavega ljóst að ef leikstjóri tekur þau á orðinu þá er það ÁKVÖRÐUN, en ekki jafn sjálfsagður hlutur og að Hamlet sé yngri en Geirþrúður móðir hans.
Hvað er okkur sagt um Ariel? Einu persónuna sem ögrar Prosperó en hann hefur engu að síður á valdi sínu. Hvernig? Hvert er vald Aríels og hvað takmarkar það og hvernig?
Með því að leiða þessar spurningar hjá sér verður sýning Borgarleikhússins að innantómri (en oft áhrifaríkri) skrautsýningu. Og hún leiðir hana hjá sér með klisjutúlkun sinni á Kalíban og Aríel - sem virka eins og enginn hafi hugleitt stöðu þeirra í heimi leikritsins.
En áhrifarík skrautsýning er hún. Ramminn er glæsilegur, leikhúsið er alveg sniðug metafóra fyrir verkið, Prosperó er þrátt fyrir allt sá sem stýrir því sem gerist (svona að mestu leyti) En útfærslan er klunnaleg og leikstíllinn (sem ég vona að stafi af hugmyndinni en sé ekki það besta sem fólk getur gert) er eintóna brandari.
Hvað á það að þýða hjá Ingvari að láta eins og kenjóttur krakki allan tímann? Hversvegna eru ítölsku hirðmennirnir látnir vera svona kjánalegir? Trúa elskendurnir ungu ekki á ást sína? Finnst þeim kannski bara fyndið að láta svona?
Af hverju ekki að taka leikritið og aðstæður persónanna alvarlega?
Og ef það er of leiðinlegt, af hverju ekki þá að leika eitthvað annað leikrit? Eða þá allavega að sannfæra mig áhorfandann um að það sem verið sé að gera sé gert "af heilum hug og góðum" eins og einn leiklistargagnrýnandi orðaði það í öðru shakespeareleikriti (look it up).
það tókst ekki.
Ég sá sýningu þar sem haugur af hæfileikaríku fólki sagði mér að þeir hefðu ekki minnsta áhuga á að miðla því sem höfundurinn hafði að segja. Og það með leikriti sem hefur það eitt sér til ágætis að vera þrungið merkingu á kostnað dramatískrar framvindu. Til hamingju með það.
Ekki það, trúðarnir voru svolítið fyndnir og í lokin var alveg skýrt að leikarinn Ingvar hætti að leika og fór með lokaorðin í eigin persónu (nema hann sé bara svona góður leikari) og það var áhrifaríkasta móment sýningarinnar.
Restin var hinsvegar því miður óskýr, tilgerðarleg og bar þess engin merki að höfundar sýningarinnar hefðu hinn minnsta áhuga á að fanga merkingu leikritsins, miðla henni til okkar og sannfæra okkur um að skilningur þeirra væri réttur.
Sem er verkefnið sem fyrir þá er sett.
Og eftir sit ég - hafandi aldrei séð sýningu á Ofviðrinu sem sannfærir mig um að það sé spennandi, áhugavert, leikrit. En gúrúarnir fullyrða að þetta sé eitt af höfuðverkum manns sem ég veit að er einn af meisturum mannsandans,
Come on!
3 Ummæli:
Ég hafði aldrei áður séð Ofviðrið og er fráleitt eins vel að mér í Shakespeare og þú. Mér fannst sýningin mestmegnis fyrir augað og hefði helst viljað hafa hugsað fyrirfram að ég væri að fara á danssýningu með smátali. En svo ég taki eitt smáatriði sem mér varð starsýnt á, af hverju ætli Jóhann Sigurðarson hafi verið klæddur eins og jólapakki með stórri, rauðri og viðvaningslega gerðri slaufu?
Sæll
Ég hef ekki enn séð þessa sýningu Borgarleikhúss á Ofviðrinu en ég er sammála þér um verkið. Ég hef aldrei skilið afhverju það er oftlega flokkað með bestu leikritum meistarans.
Og þykist ég vera betur að mér í þessum dásemdum en margur meðaljóninn sem lofar.
(ps. varð að hafa smá hroka þarna með)
Hroki er skemmtilegur, og þinn hroki á þessu sviði áreiðanlega réttlætanlegur.
Jón Viðar er búinn að kveða upp sinn dóm og nefnir tvö leikrit Sspírs sem hann langar að sjá hér. Kaupmann í Feneyjum og Hinrik IV nr. 1. Og svo þá gleðileiki sem ekki hafa fengið prófessjónaluppfærslu á íslandi. Ber þar vafalaust hæst Ys og þys út af engu. Ég get tekið undir þetta, og myndi vilja sjá Theodór Júlíusson leika Falstaff. Takk.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim