þriðjudagur, nóvember 30, 2010

Niðurstaðan

Ég er pínu svekktur yfir að hafa ekki komist inn. Aðallega eftir að ég komst að því hvað ég var nálægt því. Ef ég hefði bara hringt nokkur símtöl í viðbót. Eða einhver annar hefði mögulega ekki hringt sín …

Neinei, þetta fór bara svona. Og ég ætla að leyfa mér að vera enn um sinn bjartsýnn á að þessi einstaka tilraun skili einhverju. Þó hún hefði vissulega verið betri með mig innanborðs. Já mér finnst það, annars hefði ég að sjálfsögðu ekki boðið mig fram!

Reyndar hefur hún nú þegar skilað einhverju. VIð erum farin að tala um grundvallaratriði. Ef grannt er skoðað má vera að hlutur grundvallaratriða og hugmynda hafi örlítið unnið á, á kostnað upphrópana og uppnefna.

Sumir viilja reyndar meina að það hafi verið tilgangur verkefnisins, þeir kalla það "að beina athyglinni frá aðsteðjandi vandamálum" og sé af hinu illa.

En það eru fífl.

Já, ég sagði það, fífl.

Ég þori að segja það núna, því ég er ekki lengur í framboði.

Jibbí!

2 Ummæli:

Blogger Sigga Lára sagði...

Eins og vitur maður sagði einu sinni á fundi úti í Eistlandi: „We can't stop people from being stupid.“

Afar mikilvægt að muna í vitleysisflæði fésbókaraldar.

Velkominn úr framboði!

11:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jón, ég og Dalla kusum þig öll - þetta er til háborinnar skammar! Kærrar kveðjur
María Kristjáns

12:45 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim