sunnudagur, nóvember 29, 2009

Hálfvit

Jæjah, ansi hreint massív helgi á Rósenberg lokið. Fullt af fólki og gríðarlega gaman að spila. Og svo er bara að undirbúa næstu verkefni. Það er annarsvegar þátttaka í plöggi fyrir Dag rauða nefsins þann 4. desember (föstud.) og svo að spila lagið góða í fjáröflunarútsendingu þá um kvöldið.

Og svo fjölskyldutónleikar í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn kl. 15. Okkur hefur lengi langað að halda tónleika þar sem barnungir áhangandur geta mætt (þeir eru víst fjölmargir). Svo nú er tækifærið. Miðasala hér.

Annars var okkar hálfvita getið með einu orði í Fréttablaðinu um helgina. þar var "visually trained" fólk að fara yfir plötuumslög árins og segja kost og löst. Plötunnar okkar var þar getið með einu orði: Viðbjóður.

Við erum líklega sammála þessu, nema okkur þykir viðbjóður skemmtilegur. Allavega sumur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim