þriðjudagur, júní 10, 2008

Lemmy is god

Má vart á milli sjá hvort var ánægjulegra, að sjá mína gömlu uppáhaldsmenn Hollendinga fara á talsverðum kostum, eða hitt að sjá Ítalina heillum horfna. Þoli ekki Ítali. Væri snilld ef þeir sætu eftir í riðlinum, sérstaklega í ljósi þess að þeir búa víst í Vínarborg, svo vissir voru þeir um að riðillinn væri formsatriði (leikinn í Bern). Hlandfötur.

Hef nú samt ekki trú á þeir appelsínugulu eigi eftir að gera miklar rósir. Er á meðan er.

Datt svo inn í heimildamynd um Motörhead í norska sjónvarpinu af öllum stöðum. Þvílíkir meistarar. Gott sjónvarpskvöld semsagt.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég trúi þessu ekki... markmið mitt um að komast á hálvitaball gengur seint og illa... núna eru þið að fara að spila í bakgarðinum hjá mömmu og pabba í Reykholtsdal á sama tíma og ég er að júbilera á Akureyri...

Bestu kveðjur Ásdís Ármanns.

7:03 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim