mánudagur, maí 12, 2008

Brjálaður

Ég þoooli ekki þegar söngvarar, sérstaklega keppendur í ædolum og þessháttar, kenna lög við söngvara sem sungu þau, en ekki höfunda eða í það minnsta upphaflega flytjendur.

Núna sit ég í makindum, horfi á American Idol og skipulegg hálfvitasumarið og einhver stelpugopi tilkynnir að hún ætli að syngja "Proud Mary by Tina Turner". Og bítur svo höfuðið af skömminni með því að syngja helminginn af því í upphaflega Creedance bítinu.

Það er ekki eins og John Fogerty sé einhver obsjkúr lagasmiður sem flutti ekki sitt eigið stöff.

Ég er brjálaður. Geri ekkert af viti meira í kvöld.

4 Ummæli:

Blogger Gummi Erlings sagði...

Svona svona, þetta ætti að koma þér í betra (eða verra) skap: http://youtube.com/watch?v=_RgL2MKfWTo

1:56 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Frábært! Pétur Kristjánsson endurholdgaður - og það bara töluvert.

Búlgarskir þrjótar hafa vitaskuld smá forgjöf þegar kemur að því að átta sig á hvaðan amerískar lummur eru upprunnar.

Og svo fann ég viðbrögð Maríu Káradóttur í frönskum spjallþætti og fær hún ótal plússtig fyrir sitt attitjúd.

12:49 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

PS: Annar Americanidolkeppandi afrekaði það að flytja Mr. Tambourine Man og klúðra textanum, nánar tiltekið línunni "In the jingle jangle morning I'll come followin' you.".

Sem er náttúrulega ótrúlegt afrek.

Þetta voru n.b. fjögurramannaúrslit.

12:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mr. Tambourine Man-ekkineitt???

Svona varð ég nú líka hoppandi brjálaður þegar ég spilaði Trivial Pursuit og svarið við spurningunni Hverjir fluttu lagið Ég sé um hestinn var Skriðjöklar. Bara af því þeir gerðu það vinsælt aftur eitthvert sumarið. Þetta er óþooolandi og getur gjörsamlega farið alveg með sannleikselskandi hjartalínurit. Bara rétt eins og hljómsveitin Geimsteinn hafi aldrei verið til.

1:19 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim