sunnudagur, september 16, 2007

Hinn enski Þursaflokkur

Fórum á Jethro Tull á föstudagskvöldið. Ansi hreint hressir gömlu mennirnir. Anderson fór hamförum á flautuna þó röddin væri að einhverju leyti fjarverandi þetta kvöld. Bandið íðilvel spilandi og gömlu standardarnir streymdu fram. Í ljósi raddtjónsins voru instrúmentallögin einna flottust, svo og instrúmentalkaflar annarra laga. Troðfullt Háskólabíó skemmti sér dáindisvel.

Tull voru aldrei mínir menn í denn, kom því eiginlega aldrei í verk að kynna mér gamla stöffið. Nú eru þeir að smásíast inn, ekki síst þjóðlegasti parturinn af þeim. Stórfínir tónleikar, spilagleði og stuð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim