föstudagur, september 07, 2007

Búmm! Krass!

Nasabað 2007 var almagnað. Troðfullur salur á Nasa og miklar undirtektir. Við í góðu stuði. Og nú erum við komnir i svona eins og mánaðar spilahlé.

En það verður samt að segjast að fyrir mig var tónlistarupplifun kvöldsins ekki á NASA heldur í Háskólabíói. Hinn nýbakaði kynningarfulltrúi Sinfó lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á upphafstónleikana og þeir voru hreinræktuð snilld.

Þegar Atli Heimir er skemmtilegur er hann skemmtilegastur. Og Alla turca o.s.frv var hryllilega skemmtilegt. Ari Þór skilaði fiðlukonsertinum fagurlega. og svo kom Vorblótið.

Mikið ógurlega er það magnað. Áheyrilegt og ógnvekjandi í senn, þetta er bara eitthvað það flottasta sem ég hef heyrt. Sem betur fer verður það aftur á dagskrá í nóvember. Þar verð ég.

Og svo er opið hús í Háskólabíói á morgun. Allskonar tónlist og besti trúður í heimi, hún Barbara. Mætið ef þið þorið.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja djobbið. Ég sé fyrir mér stórtónleika undir yfirskriftinni "Ljótu hálfvitarnir og Sinfó" í næstu framtíð. Það væri áhugaverð og "súr" blanda.

9:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Juminn, sé það núna að Varríus hefur allan tíman verið afbökuð stytting á Strativaríus. Gratúler...

3:55 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim