föstudagur, desember 16, 2005

Þykist öðrum Þröstum meiri

Sinfóníu-Þröstur kvakaði einhverja ámátlega málsvörn fyrir hina skammarlegu elítutónleika hljómsveitarinnar í mogganum í dag. Sagði það vera árvissan viðburð að halda veglega hátíðartónleika fyrir velunnara og maka hljóðfæraleikaranna. Einmitt það já? Og er fullkomlega eðlilegt að spandera velvilja stuðningsaðilanna í að flytja inn rándýran söngvara til að raula fyrir eiginkonur kontrabassaleikaranna? Á fimmtudagskvöldi, sem er hefbundin tími almennra tónleika. Og er það allt í lagi af því öllum gafst kostur á að hlusta á hann í útvarpinu? Það fást geisladiskar í Skífunni með öllum sinfóníum Sjostakóvitsj - þýðir það að það sé óþarfi að halda úti hljómsveit sem spilar þær læf?

Væri ekki nær fyrir framkvæmdastjóra sinfó að biðjast afsökunar en að reyna að smyrja yfir hrukkurnar með þvættingi eins og að alls óvíst hefði verið að húsfyllir hefði orðið ef KB-banki hefði ekki snarast til og keypt miðana.

Og af hverju var fjallað á opinberum vettvangi um tónleikana eins og um opinberan viðburð væri að ræða? Af hverju sendi Mogginn gagnrýnanda? Reyndar skrifaði Jónas Sen helvíti fínann pistil, en má ég sumsé gera ráð fyrir að vera sendur á árshátíð KB-Banka ef Örn Árnason er þar með skemmtiatriði?

Æ ég nenni þessu rövli ekki. Hefði sennilega ekki einusinni orðið almennilega fúll ef ég hefði ekki heyrt sagt frá tónleikunum í útvarpinu á miðvikudegi og hringt í Huldu í ofboði til að fá hana til að kaupa miða. Og hún fékk síðan að heyra að þetta væri prívatkonsert. Hvað var þá verið að segja frá þeim í útvarpinu þið þarna höfðingjasleikjur?!

Ókei 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10....

Hugljúf helgi framundan. Ekkert á daxkrá í kvöld, svo tvær sýningar, Arsenal tekur Chel$ea í kennslustund og allt rúllar sinn vanagang í átt að jólum.

Bibblíubloggið lifnaði sprellandi við um leið og ég hundskaðist til að skrifa pistil, og einn gestur gaukaði inn link á þessa dásamlegu myndabibblíu.

Ef fólki þykja sögurnar þar ekki nógu fallegar fyrir síðustu aðventuhelgina er um að gera að heimsækja þennan brottflutta húsvíking og lesa hans fallegu lýsingu á leikjum bernsku sinnar. Færslan heitir "allt þegar þrennt er", en annars er Röðull Reyr alltaf lestursins virði.

Sama gildir um einn af hinum gáfuðu uppeldissonum Þórhalls, Bjössa og Siggu á Halldórsstöðum í Kinn, Mörð Árnason. Kætist t.d. yfir þessum viturlegu orðum um vinsælt þrasmál þar sem þeir sem hann beinir orðum sínum að ganga óvenju langt í að misskilja málflutning andstæðinga sinna, en til þess að halda því fram að svart sé hvítt virðist guðfræðimenntun vera sérlega góður undirbúningur.

Njótiði helgarinnar - hún er öllum opin.

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Lokin á Dómarabókinni í www.thebricktestament.com eru meinlega fyndin. Kannski ekki það sem meint var en eitthvað svo satt.

Dýrð sé Twhbybvd í upphæðum og friður með þeim sem hann hefur velþóknun á.

6:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ótrúlegt! Á sama augnabliki og ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að gefa Varríusi í jólagjöf birtir blogger þessi skilaboð:

togjav

Varð að deila þessu með ykkur.

2:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

mér sýnist að þú eigir að gefa honum:

tihnav

3:07 e.h.  
Blogger fangor sagði...

nú, einnig mætti gefa varríusi og fjölskyldu gmoauck-dýr í jólagjöf.

12:00 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

Mér finnst nú eitt stykki af klihkjet vænlegri kostur fyrir fjörkálf eins og Varríus.

2:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Klihkjet hljómar annaðhvort eins og fremur leiðinlegur enskur yfirstéttarleikur sem tekur marga daga að spila og íslenskir námsmenn í Cambridge myndu aldrei skilja – eða eins og einhver kjöttegund sem aðeins múslimar borða.

Þá held ég að verði nú meira fútt að spila rzoqjyus um jólin.

10:16 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Ég hef einfaldan smekk. Vil aðeins það besta:

ektkcadní jólapakkann, takk.

3:06 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim