fimmtudagur, desember 22, 2005

Jólin jólin allsstaðar?

Í Amríku geisa víst illdeilur um hvort frjálslyndir (sem er ameríska og þýðir vinstrimenn) séu að reyna að ganga af jólunum dauðum, m.a. með því að banna fólki að óska ókunnugu fólki gleðilegra jóla af ótta við að særa trúarvitund þeirra sem ekki deila kristninni með viðkomandi.

Einar Karl Haraldsson gerði þau reginmistök að reyna að flytja þessa kjánalegu deilu hingað, en lenti þá í klónum á sér vitrari mönnum sem bentu honum á að jólin séu heiðin hátíð sem hinir kristnu hrifsuðu af þeim fyrir margt löngu.

Og svo er þetta nú ekkert einhlítt með þá sannkristnu heldur. hér er skemmtilegur fróðleikur um fyrstu tilraunir til að koma jólunum af dagatalinu í guðseiginlandi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim