miðvikudagur, apríl 14, 2010

Þriðjuplötur – II

Þessi plata var lengi vel sú eina sem ég átti með þessum afkasta- og áhrifamikla listamanni. Ég hlustaði á hana dag og nótt eitt sumar. Hef ekkert borið þess bætur og kæri mig ekki um.

Ég vissi það ekki þá, en það kveður við nýjan og dekkri tón á The Times They Are A-Changin', þriðju plötu Bob Dylan, sem kom út árið 1964. Myrkari textar, húmorinn gallsúr þá sjaldan sem hann lét á sér kræla. Reiði og biturð er í forgrunni, sem og spámannlegur tónn sem birtist hvað best í hinu stórbrotna titillagi. Mér finnst það líka svo viðeigandi núna, þegar við göngum í gegnum hrunuppgjörið.

Önnur snilldarleg eru t.d. hin brechtísku The lonesome death of Hattie Carroll og When the ship comes in, en það síðara er klárlega stælt eftir söng Jennýar úr Túskildingsóperunni, en er víst samið í reiðikasti eftir að Bob og Joan Baez var úthúst af hóteli einu.

Ein af mínum uppáhaldsplötum klárlega. Og náttúrulega einn af mínum eftirlætismönnum. Klikkjum út með þremur snillingum að herma ástúðlega eftir hr. Zimmerman.

Hér er John Lennon.

Loudon Wainwright sendir Róberti svona afmæliskveðju

Og hver gæti átt þessa snilldartakta annar en Weird Al Yankovic.

Allavega. Góð þriðjaplata hjá Bob.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim