fimmtudagur, maí 13, 2010

Þegar neyðin er stærst

Það er nú aldeilis gott að eymingjans Kaupþingsmennirnir eru búnir að eignast vin. Alvöru vin, ekki bara ótíndan íslenskan poppara. Breskan stjörnulögfræðing hvorki meira né minna.

þetta segir Pressan allavega og vitnar í goðið, sjálfan Giovanni Di Stefano. Hann hefur víst gefið út yfirlýsingu til stuðnings Kaupþingsdrengjum og lofað þeim að berjast fyrir málstað þeirra, enda ku hann hafa íslenska kennitölu og telur að "ef einhver ætti að kvarta undan Kaupþingi eru það menn eins og ég". Og svo kastar Di Stefano þeim brauðmola í íslenska þjóðernisparanojuliðið að handtökurnar séu runnar undan rifjum Gordons Brown. Vel gert!

Þetta er nú aldeilis liðsauki sem þeir Kaupþingsmenn hafa fengið. Gúgull frændi vísaði á þennan makalausa prófíl.

Pressan að halda sér.

2 Ummæli:

Blogger Hildigunnur sagði...

hahahah, hvað er hann að vilja upp á dekk þessi Jóhann Stefánsson? Verri en Sveinn Andri og allir hinir hér. Getur ekki fundið meiri vísbendingu um sekt...

2:01 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Úr færeyskum fjölmiðlum: íslenskir bankastjórar goggaðir!

Hefði nú verið illa fyndið í fyrra. ;)

10:15 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim