miðvikudagur, mars 17, 2010

The 3000

Fréttir af rannsóknarskýrslunni margboðuðu gerast æ skrítnari. Nú er hún í prentun undir hervernd í skjóli myrkurs. Öll níu bindin. Allar tvöþúsund blaðsíðurnar. Öll þrjúþúsund eintökin.

Þrjúþúsund!?

Af hverju þrjú þúsund? Hvernig verður þeim dreift? Verða einhverjum send eintök? Hverjum þá? Hvað fara mörg eintök í "almenna" dreifingu? Verða þau til sölu? Eða gefin? Hvar? Verður prentað meira ef/þegar þetta upplag klárast?

Hvers vegna eru PDF-skrárnar ekki bara settar til niðurhals á Netið strax og hún er klár til prentunar?

Og hvers vegna er ekki búið að gera svörin við þessum spurningum opinber? Það hefði í það minnsta átt að gera í nóvember. (Geri ráð fyrir að svörin hljóti að hafa legið fyrir þá).

Ég er ekkert sérlega trúaður á samsæriskenningar um þessa skýrslu og útgáfu hennar. Finnst samskipti nefndarmanna eiga meira skylt við klaufaskap en skúrkshátt. Og þau hafa gefið allskyns spunarokkum tækifæri til að stunda væntingastjórnun í eigin þágu og síns fólks.

Sjálfur hef ég engar væntingar til þessarar skýrslu. Nema þá sjálfsögðu kröfu að hún verði fullkomin. Staðfesti það sem ég held, sé það rétt og sannfæri mig um hið gagnstæða ef ég hef haft rangt fyrir mér.

2 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

Já, það væri fínt að fá þetta á pdf-formi. Þá gæti maður líka leitað að tilteknum orðum, nöfnum, o.s.frv. án þess að lesa allt heila klabbið.

9:47 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Það hlýtur að verða svoleiðis.

En mér finnst fyrst og fremst súrrealískt að við þurfum að ræða þetta á einhverjum "hlýtur" og "væri fínt að" nótum.

Eitt er nú að skýrslan frestist, en af hverju er ekki hægt að gefa út með hvaða hætti hún verður birt? Sumsé svör við spurningunum í færslunni.

Og ef nefndin eða alþingi hefur ekki vit á að gera það opinbert, af hverju er þá ekki spurt að því? Og ef ekki fást svör, af hverju er það ekki frétt í sjálfu sér?

8:50 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim