föstudagur, janúar 15, 2010

Lögin unnu

Mér skilst að fólki þyki rosalega fyndið eð netskopast að 16 ára stelpu sem klikkaði dálítið í flutningi á undankeppnislagi í Júróvisjón. Ég horfði á myndskeiðið og er eiginlega viss um að 30+ mónitormixermaður hafi skitið á sig.

En hvað um það - er ekki rétt að átta sig á því að þetta er alveg nógu skítt fyrir stúlkuna þó allskonar grínistar séu ekki að fíflast með myndskeiðið og það undarlega fólk sem tekur Júróvisjón hátíðlega sé ekki brjálað á barnalandi og feisbúkk?

Sumsé: Sjottðefokkopp!

Í staðin gætum við tildæmis velt fyrir okkur hvort að snillingarnir á kynningardeild RÚV séu alveg textablindir. Þið vitið, þessir sem Varríus hæddist að fyrir að þykja ófullnægjuklámvísa Lily Allen rétta tónlistin til að kynna bíómyndaúrvalið í Sjónvarpinu.

Núna er það hið frábæra Clash-stuðlag I fought the law. Þið vitið, þetta með taparaviðlaginu: I fought the law and the law won.

Sem þeir nota til að hita okkur upp fyrir EM í handbolta.

Frábært.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim