mánudagur, nóvember 02, 2009

Útgangspunktur

Það var í minni löngu bloggpásu sem ég skilgreindi minn eigin útgangspunkt um réttlátt uppgjör hrunsins.

Uppgjörið er því aðeins réttlátt ef helstu gerendur standa ekki uppi sem stóreignamenn að því loknu. Þetta á við um viðskiptalega hlið þess. Hinir pólitísku sökudólkagar þurfa öðruvísi meðferð.

Þar sem ég er enn þessarar skoðunar þá þarf að halda athyglinni á máli Haga. Ekki sofna bara af því að 40/60 skiptingin milli Kaupþings og Bónusfólksins er ekki orðinn hlutur og 50 milljarða afskriftir óafgreiddar. Og alls ekki láta flokkspólitískar línur stýra afstöðunni til þessa.

Það þarf að halda áfram hávaðanum til að tryggja að þetta fari ekki svona. Jón Ásgeir, Björgólfarnir, Bakkabræður og slatti af minni spámönnum verður að tapa veldum sínum.

Annað er óréttlátt.

2 Ummæli:

Anonymous Einar Karl sagði...

Ætli fréttin sé "spin" frá Baugssyni sjálfum? Svo kemur í ljós að hann hafi ekki átt að fá 60% heldur bara 30% af Högum og allir eiga að vera fegnir...

10:59 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Einmitt.
Og sé þetta "spinn" má heldur ekki láta það í friði.

2:19 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim