Heimaverkefni
Jæja, lesendur mínir ljúfu. Nýtt ár kallar á ný verkefni. Hér er eitt:
Tvöföld breiðskífa Bítlanna, sem oftast er kölluð Hvíta albúmið en heitir í raun The Beatles er nokkuð sundurgerðarlegt verk. Á henni er þó ófátt snilldarverkið, eins og við mátti búast. Fyrir því má færa rök að væri hún ein skífa en ekki tvær færi þar mikið meistarastykki.
Verkefnið er því að velja þau fjórtán lög af Hvíta albúminu sem verðskulda að vera á þeirri plötu og raða þeim í vænlega plöturöð.
Hér má finna lagalistann á albúminu, auk margvíslexs fróðleix.
ÖPPDEIT:
Auðvitað er allt svona nú þegar á netinu.
Tvöföld breiðskífa Bítlanna, sem oftast er kölluð Hvíta albúmið en heitir í raun The Beatles er nokkuð sundurgerðarlegt verk. Á henni er þó ófátt snilldarverkið, eins og við mátti búast. Fyrir því má færa rök að væri hún ein skífa en ekki tvær færi þar mikið meistarastykki.
Verkefnið er því að velja þau fjórtán lög af Hvíta albúminu sem verðskulda að vera á þeirri plötu og raða þeim í vænlega plöturöð.
Hér má finna lagalistann á albúminu, auk margvíslexs fróðleix.
ÖPPDEIT:
Auðvitað er allt svona nú þegar á netinu.
3 Ummæli:
Skemmtilegt verkefni!! enn ég verð að sitja hjá því ég á ekki þá hvítu og er ekki nóga góður í að muna nöfnin til að tetja lögin í rétta röð!!
Enn þarna eru frábær lög,,,, og mitt uppáhalda Bítlalag,,,,While My Guitar Gently Weeps, og svo lagið sem að mínu áliti hefði mátt enda í ruslinu, enda lagið rusl og sennilega ekki neitt bítla lag sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og,,,,,Od,La,Di-Ob,La,Da görsamlega óþolandi lag!!!
Obladi-oblada, live goes on da... la la how the live goes on. Var rosa flott þegar ég var 15 ára.
Ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en stundum má samt reyna:
1. Helter skelter
2. Glass onion
3. While my guitar gently weeps
4. Mother nature's son
5. Everybody's got something to hide
6. Rocky Racoon
7. I will
1. Blackbird
2. Revolution
3. Dear prudence
4. Cry baby cry
5. Yer blues
6. Happiness is a warm gun
7. Julia
Smá bömmer samt að ná ekki að troða Sexy Sadie inn.
Kv.
Krissi
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim