Ameríka
Ég fylgist nú ekkert rosalega vel með amerískri pólitík. Les að staðaldri tvö blogg (hægri og vinstri) og svona eins og eitt vefrit (neutral).
Tekur svona tíu mínútur á dag.
En að hlusta á Andrés Magnússon þylja óáreittur klisjur úr Fox News eins og um staðreyndir væri að ræða um forsetaframbjóðendurna, baráttuaðferðirnar og fjölmiðlaafstöðuna í kastljósi áðan var súrrealískt.
"Enginn veit hver þessi Obama er". Já, allavega ekki þeir sem hafa lesið hvoruga sjálfsævisöguna.
"Palin er lögð í einelti út af kynferði". Fyrsta sinn sem Andrés hefur áhyggjur af svoleiðis. Og auðvitað höfum við allar upplýsingar um hana, hún er nefnilega búin að halda ... eh engan blaðamannafund.
"Obama er lengst til vinstri" Já, þess vegna eru svona margir íhaldskjósendur að flykkjast um hann.
"McCain rak hófstillta kosningabaráttu". Já, sérstaklega þegar hann og Palin líktu Obama við terrorista, marxista og ýttu undir þá sögusögn að hann væri múslimi.
Og í nafni hlutleysis (eða þekkingarskorts) hlustaði Sigmar á þetta allt saman jánkandi.
Tekur svona tíu mínútur á dag.
En að hlusta á Andrés Magnússon þylja óáreittur klisjur úr Fox News eins og um staðreyndir væri að ræða um forsetaframbjóðendurna, baráttuaðferðirnar og fjölmiðlaafstöðuna í kastljósi áðan var súrrealískt.
"Enginn veit hver þessi Obama er". Já, allavega ekki þeir sem hafa lesið hvoruga sjálfsævisöguna.
"Palin er lögð í einelti út af kynferði". Fyrsta sinn sem Andrés hefur áhyggjur af svoleiðis. Og auðvitað höfum við allar upplýsingar um hana, hún er nefnilega búin að halda ... eh engan blaðamannafund.
"Obama er lengst til vinstri" Já, þess vegna eru svona margir íhaldskjósendur að flykkjast um hann.
"McCain rak hófstillta kosningabaráttu". Já, sérstaklega þegar hann og Palin líktu Obama við terrorista, marxista og ýttu undir þá sögusögn að hann væri múslimi.
Og í nafni hlutleysis (eða þekkingarskorts) hlustaði Sigmar á þetta allt saman jánkandi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim