Gildin
Eina von okkar um hvít jól að þessu sinni virðist vera fjaðrafokið í kringum orðalagsbreytingu í lögum um skólanna.
Þar á víst að fella út orðin: "kristilegt siðgæði" og setja í þeirra stað upptalningu siðferðisgilda: Umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.
Sem sérlegur áhugamaður um orð þá langar Varríus að velta þessu aðeins fyrir sér í nokkrum ótengdum vangaveltum.
Það virðist vera skilningur allra sem um fjalla að þarna sé verið að tala um hvaða siðferðisgildi skuli "kennd" í skólunum. Orðalagið á greininni vísar nú ekki í þá átt, því þar segir að: "Stafshættir mótist af" viðkomandi gildum. Hljómar nánast eins og þetta séu nk. siðareglur fyrir kennara í umgengni við börnin og hverja aðra. Ef hinn almenni skilningur er réttur þá ætti kannski að standa þarna "Leitast skuli við að innprenta" kristilegt siðgæði/umburðarlyndi etc.
Ekki hef ég rekist á í málflutningi verjenda kristilegs siðgæðis neina aðfinnslu við upptalninguna nýju. Enda erfitt að sjá hvað í henni samræmist ekki kristilegu siðgæði og hvað vanti í hana til að hún hafi sömu þýðingu. Gullna reglan og kærleiksboðorðið eru vissulega fegurri setningar en romsan hennar Þorgerðar, en "umburðarlyndi, umhyggja" og "virðing fyrir manngildi" fara nú langt með að gera sama gagn er það ekki? Og viðkunnalegri sem lagatexti.
Að manni læðist sá grunur að kirkjunni þyki þægilegra að henni sé falið að stýra því hvers konar siðgæði skuli móta starfshættina, frekar en það sé gert öllum ljóst með tíundun gildanna. Ágætur prestur orðar þessar áhyggjur eiginlega í prýðilegri ritgerð þar sem hann virðist telja að með nýju lögunum sé hverjum og einum í sjálfsvald sett að skilgreina t.d. umburðarlyndi eftir sínu höfði, og þykir það hin versta afstæðishyggja sem vonlegt er. Virðist sumsé telja að ef kirkjan ræður ekki hvað orðið merkir þá sé það merkingarlaust. Alveg er ég viss um að hliðstæð rök hafi verið færð gegn því á sínum tíma að þýða biblíuna yfir á tungu almennings og orðið þar með "gefið frjálst" hverjum og einum til útleggingar.
Tilfellið er auðvitað að það er partur af því að læra að skilja hugtökin að beita þeim í samskiptum við fólk. Og mörgum þykir hreint ekki augljóst að sækja siðferðilegt kennivald til lúterskra presta. Jafnvel ómögulegt.
Við fyrstu sýn er nýi gildalistinn hin ágætasta smíð. Og það er skiljanleg að hávaðinn í umræðunni og fjaðraskaflarnir skuli hafa kaffært allar vangaveltur um hvort hann eigi að vera akkúrat svona. Sem hlýtur að skipta meira máli. Það má til dæmis velta því upp hvort listinn sé of "mjúkur", hvort á hann vanti gildi á borð við "hugrekki", "staðfestu", "heilindi". Getur verið að gildin séu þrátt fyrir allt ennþá of kristin, og í þau vanti hinn eldri menningararf okkar, manngildishugsjón heiðninnar.
Ef við trúum því að það skipti máli hvað stendur í þessari lagagrein, og það muni móta siðferðisvitund næstu kynslóða þá þykir mér brýnna að velta fyrir mér innihaldinu en því hver er skrifaður fyrir viskunni, Kristur eða Þorgerður Katrín og hennar ráðgjafar.
Þar á víst að fella út orðin: "kristilegt siðgæði" og setja í þeirra stað upptalningu siðferðisgilda: Umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.
Sem sérlegur áhugamaður um orð þá langar Varríus að velta þessu aðeins fyrir sér í nokkrum ótengdum vangaveltum.
Það virðist vera skilningur allra sem um fjalla að þarna sé verið að tala um hvaða siðferðisgildi skuli "kennd" í skólunum. Orðalagið á greininni vísar nú ekki í þá átt, því þar segir að: "Stafshættir mótist af" viðkomandi gildum. Hljómar nánast eins og þetta séu nk. siðareglur fyrir kennara í umgengni við börnin og hverja aðra. Ef hinn almenni skilningur er réttur þá ætti kannski að standa þarna "Leitast skuli við að innprenta" kristilegt siðgæði/umburðarlyndi etc.
Ekki hef ég rekist á í málflutningi verjenda kristilegs siðgæðis neina aðfinnslu við upptalninguna nýju. Enda erfitt að sjá hvað í henni samræmist ekki kristilegu siðgæði og hvað vanti í hana til að hún hafi sömu þýðingu. Gullna reglan og kærleiksboðorðið eru vissulega fegurri setningar en romsan hennar Þorgerðar, en "umburðarlyndi, umhyggja" og "virðing fyrir manngildi" fara nú langt með að gera sama gagn er það ekki? Og viðkunnalegri sem lagatexti.
Að manni læðist sá grunur að kirkjunni þyki þægilegra að henni sé falið að stýra því hvers konar siðgæði skuli móta starfshættina, frekar en það sé gert öllum ljóst með tíundun gildanna. Ágætur prestur orðar þessar áhyggjur eiginlega í prýðilegri ritgerð þar sem hann virðist telja að með nýju lögunum sé hverjum og einum í sjálfsvald sett að skilgreina t.d. umburðarlyndi eftir sínu höfði, og þykir það hin versta afstæðishyggja sem vonlegt er. Virðist sumsé telja að ef kirkjan ræður ekki hvað orðið merkir þá sé það merkingarlaust. Alveg er ég viss um að hliðstæð rök hafi verið færð gegn því á sínum tíma að þýða biblíuna yfir á tungu almennings og orðið þar með "gefið frjálst" hverjum og einum til útleggingar.
Tilfellið er auðvitað að það er partur af því að læra að skilja hugtökin að beita þeim í samskiptum við fólk. Og mörgum þykir hreint ekki augljóst að sækja siðferðilegt kennivald til lúterskra presta. Jafnvel ómögulegt.
Við fyrstu sýn er nýi gildalistinn hin ágætasta smíð. Og það er skiljanleg að hávaðinn í umræðunni og fjaðraskaflarnir skuli hafa kaffært allar vangaveltur um hvort hann eigi að vera akkúrat svona. Sem hlýtur að skipta meira máli. Það má til dæmis velta því upp hvort listinn sé of "mjúkur", hvort á hann vanti gildi á borð við "hugrekki", "staðfestu", "heilindi". Getur verið að gildin séu þrátt fyrir allt ennþá of kristin, og í þau vanti hinn eldri menningararf okkar, manngildishugsjón heiðninnar.
Ef við trúum því að það skipti máli hvað stendur í þessari lagagrein, og það muni móta siðferðisvitund næstu kynslóða þá þykir mér brýnna að velta fyrir mér innihaldinu en því hver er skrifaður fyrir viskunni, Kristur eða Þorgerður Katrín og hennar ráðgjafar.
1 Ummæli:
Mér finnst "kristilegt siðgæði" allt of vítt og loðið hugtak. Sumum gæti ég treyst ágætlega til að túlka það en öðrum alls ekki (viljum við t.d. bjóða börnunum upp á útgáfu Krossmanna?). Þegar litið er yfir þennan stóra hóp sem telur sig aðhyllast kristileg siðgæði eða taldi sig gera (svo litið sé til sögunnar) þá er síður en svo hægt að segja að skýr og afmörkuð hugmynd um siðgæði sameini þetta fólk.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim