þriðjudagur, apríl 10, 2007

Tónleikaferðir

Þetta var náttúrulega alveg rosaleg páskahelgi fyrir oss hálfvita.

Við smekkfylltum Skjólbrekku, tvífylltum gamla bauk - settum á aukatónleika um miðnættið þegar ljóst var rétt fyrir þá fyrri að biðröðin var jafnfjölmenn og þéttsetinn salurinn, og skemmtum að ég held okkur og þessum tæplega sexhundruð manns dáindis vel.

Rosaleg sigling á hálfvitunum, það verður bara að segjast eins og er.

Og svo var það Björk í gær. Það var ansi magnað, mikið drama með alla þessa lúðra. Gömlu lögin fá nýtt yfirbragð, þau nýju eru áheyrileg og uppklappslagið var stórfenglegt pönk af naívustu gerð.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

jáh - Björk var ótrúleg og slæðuklæddu lúðrarnir líka - spurning að hálvitarnir hafi grískt þema næst - í sandölum og allt! Hvenær er næsta lota fyrirhuguð hjá ykkur, þá nær suðurkjördæmi?
Kv. Ninna

10:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er nú bara hreinlega ekki alveg ljóst, en vonandi von bráðar. Akureyri um helgina, Húsavík aftur 1. maí. Spurning hvort það er einhver smuga þar á milli ... eða bara í maí.

11:42 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim