miðvikudagur, mars 28, 2007

Ávarp

Í gær var Alþjóða leikhúsdagurinn. Þá er til siðs að flytja ávörp sem samin eru sérstaklega af þessu tilefni. Alþjóðaleikhússtofnunin ITI lætur búa til eitt alþjóðlegt og svo eru samin "þjóðleg" ávörp í hverju landi.

Alþjóðlega ávarpið er skrifað af ekki minni manni en sjálfum H.H. Sheikh Dr. Sultan bin Mohammed Al Qasimi, sem er fursti í Sharjah og meðlimur æðstaráðs Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna. Hann er mikill leikhússunnandi og stússaði í leikhúsi á námsárunum. Gott hjá honum.

Íslenska ávarpið er hinsvegar eftir sjálfan meistara Bernd Ogrodnik. Eins og lesendur Varríusar vita er ég mikill aðdáandi hans sem listamanns (galdrakarls, eiginlega) og svo er hann líka einhver besti gaur sem ég hef unnið með.

Hinsvegar hnaut ég óneitanlega um eftirfarandi klausu:
Í æsku sýndum við leikrænu starfi hollustu, í viðleitni okkar til að höndla lífið ... við kölluðum það leik. En svo gerðist eitthvað og við hættum þessum barnaskap, fyrir utan fá okkar sem gerðum hann að ævistarfi. Það sem gerðist var að hið vitræna tók yfir og strikaði yfir allar þversagnirnar...... og sjáið hvert það hefur leitt okkur.Leturbreyting Varríusar


Hmm.....

Efnisorð:

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð líka að viðurkenna að ég þurfti aðeins að bíta í tunguna þegar ég flutti þetta fyrir frumsýninguna á Eplum og eikum og kom að þessari setningu. Með fullt af sprell-leikandi fólki á alla kanta, bæði baksviðs og í sal, sem einmitt gerði eitthvað annað að ævistarfi.

1:09 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim