Að gefnu tilefni
Oresteian er leikrit. Þrjú reyndar. Undirstöðurit í vestrænni menningu.
Hamlet er leikrit. Eitt mesta snilldarverk mannsandans.
Death of a Salesman er leikrit. Einhver snjallasta krufning á bakhlið kapítalismans.
What the Butler Saw er farsi. Hreinræktað og einstakt listaverk.
Væri til of mikils mælst að stjórnmálamenn og kjaftastéttarfólk hætti að nota það sem skammaryrði og kalla það "leikrit" eða "farsa" þegar stjórnmálamenn þykjast ætla að gera eitthvað, en eru í raun að gera eitthvað annað.
Nokkrar tillögur:
Óheilindi
Undirferli
Fals
Svik
Ég hef skrifað nokkur leikrit. Fæst þeirra eru sérlega merkileg. En samt móðgast ég þegar orðið er notað yfir brellumakerí pólitíkusanna. Held að þeir Æskílos, Shakespeare, Orton og Miller eigi betra skilið af okkur.
Hamlet er leikrit. Eitt mesta snilldarverk mannsandans.
Death of a Salesman er leikrit. Einhver snjallasta krufning á bakhlið kapítalismans.
What the Butler Saw er farsi. Hreinræktað og einstakt listaverk.
Væri til of mikils mælst að stjórnmálamenn og kjaftastéttarfólk hætti að nota það sem skammaryrði og kalla það "leikrit" eða "farsa" þegar stjórnmálamenn þykjast ætla að gera eitthvað, en eru í raun að gera eitthvað annað.
Nokkrar tillögur:
Óheilindi
Undirferli
Fals
Svik
Ég hef skrifað nokkur leikrit. Fæst þeirra eru sérlega merkileg. En samt móðgast ég þegar orðið er notað yfir brellumakerí pólitíkusanna. Held að þeir Æskílos, Shakespeare, Orton og Miller eigi betra skilið af okkur.
Efnisorð: Pólitík
1 Ummæli:
Þegar þú segir að leikritin þín séu fæst merkileg ... ertu þá ekki að meina að þau séu soldið eins og pólitík?
Tíhí!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim