fimmtudagur, mars 22, 2007

Eplin

Hugleikur frumsýnir á morgun nýjasta verkið. Epli og eikur heitir það og er gamanleikur með söngvum eftir dr. Tótu. Hálfvitafrontmaðurinn Oddur Bjarni leikstýrir. Valinn maður í hverju rúmi.

Þetta er náttúrulega uppskrift að mikilli skemmtan, svo menn ættu að drífa sig á sýningu hið fyrsta.

Allir á eplin!

Sjálfur verð ég fjarri frumsýningargamni, og þó ekki. Verð sumsé á annarri frumsýningu norður í landi á vegum Moggans, sýningu LA og Nemó á nýjasta verki Þorvaldar Þorsteinssonar. Fer reyndar líka í leikhús í græna jakkanum í kvöld, og þá í Þjóðleikhúsið að sjá franskan gestaleik upp úr Ímyndunarveiki Moliéres.

Og svo má ekki gleyma stórviðburði í heimi knattspyrnunnar á laugardaginn, en þá eiga Skotar möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Georgíumenn stóðu af sér stórlið Tyrkja, en engir hafa unnið þennan titil oftar en Skotar.

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim