mánudagur, nóvember 27, 2006

Mistök

Þrennt um yfirlýsingu skólastjóra Framsóknarflokksins:

- "það er auðvelt að vera vitur eftir á" hefur verið söngur þeirra sem studdu innrásina. Er reyndar söngur Sjálfstæðisflokksins ennþá. Og það er rétt. En það er enn auðveldara að viðurkenna mistök annarra.

- ríkisstjórnir Frakka, Þjóðverja og meirihluti íslensku þjóðarinnar, og sennilega heimsbyggðarinnar allrar, sá í gegn um lygaþvætting öxulveldis Bush og Blair. Er "mistök" rétta orðið yfir það að skarpgreindir forystumenn ríkisstjórnarinnar (sem sumir eru enn við völd) hafi ekki skilið það sem allir aðrir skildu? Er kannski "siðblinda" nákvæmara?

- Það er grundvallaratriði í sjálfsvitund þjóðarinnar að við lýsum ekki yfir stríði á hendur öðrum þjóðum. Er "mistök" rétta orðið til að lýsa því þegar tveir stjórnarflokkar ákveða umræðulaust að ganga gegn því? Er "landráð" kannski heppilegra?

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já!
Já!
Já!

Svei mér þá!

7:18 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim