Vika hugleikskrar tungu - dagur 1.
Fyrir marga sem fylgst hafa lengi með Hugleik eru orðaleikir og útúrsnúningar helsta prýði verkanna. Hér er harla gott dæmi, sem tekur klassísk orðaskipti tveggja skessna(?) úr þjóðsögunum og spinnur á þau óvæntan hala sem beintengir þær við fjölmenningarsamfélag nútímans.
AUÐLEGÐ:
Systir, ljáðu mér pott.
ÁSTRÍÐUR:
Það er ekki gott, en hvað á að gera við hann?
AUÐLEGÐ:
Sjóða í honum mann.
ÁSTRÍÐUR:
Hver er hann?
AUÐLEGÐ:
Álfur frá Hól.
ÁSTRÍÐUR:
Álfur von ól.
AUÐLEGÐ:
Tökum hann og mökum í floti og súru sméri.
BÁÐAR:
Maka, maka, maka, maka... (dansa)... maka, maka...
ÁSTRÍÐUR:
Mig vantar maka.
AUÐLEGÐ:
Svo vantar mig mal.
ÁSTRÍÐUR:
Mig vantar hal.
AUÐLEGÐ:
Og mig vantar hal í mal.
ÁSTRÍÐUR:
Hal í mal ??!!! Hættu þessum endemis þvættingi.
Ég bera menn sá, Anna Kristín Kristjánsdóttir og Unnur Guttormsdóttir, 1993)
AUÐLEGÐ:
Systir, ljáðu mér pott.
ÁSTRÍÐUR:
Það er ekki gott, en hvað á að gera við hann?
AUÐLEGÐ:
Sjóða í honum mann.
ÁSTRÍÐUR:
Hver er hann?
AUÐLEGÐ:
Álfur frá Hól.
ÁSTRÍÐUR:
Álfur von ól.
AUÐLEGÐ:
Tökum hann og mökum í floti og súru sméri.
BÁÐAR:
Maka, maka, maka, maka... (dansa)... maka, maka...
ÁSTRÍÐUR:
Mig vantar maka.
AUÐLEGÐ:
Svo vantar mig mal.
ÁSTRÍÐUR:
Mig vantar hal.
AUÐLEGÐ:
Og mig vantar hal í mal.
ÁSTRÍÐUR:
Hal í mal ??!!! Hættu þessum endemis þvættingi.
Ég bera menn sá, Anna Kristín Kristjánsdóttir og Unnur Guttormsdóttir, 1993)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim