Menningarlegur dagur
í gær. Í vinnunni hlustaði ég eins og undanfarna daga á demóútgáfu af disk sem einn minna eftirlætistónskálda hyxt gefa út innan skamms. Þar er frábært stöff á ferðinni og flutningur til fyrirmyndar. Hlakkið til.
Stakk svo af kl. 17 og fór upp í sjónvarp að horfa á forsýningu tveggja fyrstu þáttanna af Stundinni okkar. Fannst hafa tekist aldeilis fantavel upp með að skila bullinu úr okkur félögunum á skjáinn. Nú er bara að bíða eftir því hvað markhópurinn og aðrir landsmenn segja. Frumsýning á sunnudag (gúlp).
Síðan beint á Sinfótónleika. Fer alltof sjaldan því að hlýða á Melabandið er góð skemmtun. Þessir voru engin undantekning. Hvatinn til að drullast loxins var að sjálfsögðu HÚAS-syndrómið*. Hr. Pendrecki olli engum vonbrigðum. Lítur út eins og jólasveinn og stjórnar betur en svo að ég hafi vit til að finna að. Sjakkonnan hans var fögur, fjórða sinfónía Beethovens er nægilega sjaldheyrð til að hljóma bæði fersk og flott og píanókonsertinn var massíf nútímatónlist af bestu gerð: ekki alger óskapnaður heldur skipuleg og skiljanleg þar sem brá bæði fyrir lagrænu stöffi, brjálaðri kakófóníu og óvæntum hljóðeffektum þegar saman hljómuðu sjaldhreyrðar kombinasjónir úr risastórri hljómsveitinni. Svo er náttúrulega visjúellt gaman að sjá mann með gríðarstóra túbu og mjút á stærð við góða skólpfötu.
Píanistinn, Florian Uhlig, var firnaflinkur, og verður því fyrirgefið að vera fulllíkur Roman Abrahamovitsj fyrir fágaðan smekk. Hann slúttaði konsertinum með undurfallegri Chopin-prelúdíu, konfektmoli eftir þungmelta og krefjandi villibráðarsteikina sem hann hafði tekið þátt í að framreiða á undan.
Eitt finnst mér fyndið á sinfótónleikum (ókei margt, en m.a. þetta). Það að á undan tónleikunum og í hléi situr góður slatti af spilurunum og æfir sig. Starir á nóturnar að verkunum sem það er að fara að flytja og spilar glefsur úr erfiðu köflunum aftur og aftur.
Eins og sinfótónleikar eru nú stífar og formlegar samkomur með öllum sínum kjólfötum og taka-í hendina-á-konsertmeistaranum-hefðum þá er þetta alveg dásamlega kasjúal viðhorf til áheyrenda.
Og svo er alltaf klappað miklu meira en í leikhúsi. Fer ekki nógu oft til að fullyrða það en er næstum viss um að það sé alltaf staðið upp. Það fer svolítið púðrið úr því við að verða eitthvað sem er gert á hverju fimmtudaxkvöldi er það ekki? Og hvernig ætli konsertmeistaranum yrði við ef einhver karlkyns stjórnandinn tæki sig til og gæfi henni ekki blómvöndinn sinn?
Og svo var hlaupið út í upplýst kvöldið og beint á málverkasýningaropnun hjá vini vorum Magnúsi Pétri Þorgrímssyni, sem betur er þekktur sem leirkeri. En hann er líka flinkur með pensilinn og svo fór að Varríus og frú festu kaup á einu verki sem talaði til okkar, eða kannski söng öllu heldur.
Misstum reyndar af myrkvuninni, en skilst að hún hafi verið heldur mislukkuð frá miðbænum séð. Misstum líka af framhaldsaðalfundi Hugleiks en sáum ársreikningana og fengum ilmandi ný plöstuð félaxskírteini með nýja lógóinu sem sjá má á heimasíðunni og er hannað af meistara Aðalbjörgu Þórðardóttur út frá hugmynd Ármanns að forsíðu söngbókar Hugleiks sem hann síðan fékk Unni Sveins til að teikna. Vel ættað merki og vel lukkað eftir því.
Allt í allt frekar skemmtilegt. Annað en hægt er að segja um fúkyrðagrein Sigurjóns tannlæknis í mogganum í dag sem fær mann til að skammast sín fyrir heimabæinn og undrast að menn sem telja sig hafa rökvísina og réttlætið sín megin geti ekki verið málefnalegri en þetta.
Farinn á Selfoss að funda. Fer svo á pólskan mímíker í kvöld. Systur á sunnudag.
Ekki allt búið enn.
*HFÚAS: Heimsfrægir Útlendingar Að Sunnan
Stakk svo af kl. 17 og fór upp í sjónvarp að horfa á forsýningu tveggja fyrstu þáttanna af Stundinni okkar. Fannst hafa tekist aldeilis fantavel upp með að skila bullinu úr okkur félögunum á skjáinn. Nú er bara að bíða eftir því hvað markhópurinn og aðrir landsmenn segja. Frumsýning á sunnudag (gúlp).
Síðan beint á Sinfótónleika. Fer alltof sjaldan því að hlýða á Melabandið er góð skemmtun. Þessir voru engin undantekning. Hvatinn til að drullast loxins var að sjálfsögðu HÚAS-syndrómið*. Hr. Pendrecki olli engum vonbrigðum. Lítur út eins og jólasveinn og stjórnar betur en svo að ég hafi vit til að finna að. Sjakkonnan hans var fögur, fjórða sinfónía Beethovens er nægilega sjaldheyrð til að hljóma bæði fersk og flott og píanókonsertinn var massíf nútímatónlist af bestu gerð: ekki alger óskapnaður heldur skipuleg og skiljanleg þar sem brá bæði fyrir lagrænu stöffi, brjálaðri kakófóníu og óvæntum hljóðeffektum þegar saman hljómuðu sjaldhreyrðar kombinasjónir úr risastórri hljómsveitinni. Svo er náttúrulega visjúellt gaman að sjá mann með gríðarstóra túbu og mjút á stærð við góða skólpfötu.
Píanistinn, Florian Uhlig, var firnaflinkur, og verður því fyrirgefið að vera fulllíkur Roman Abrahamovitsj fyrir fágaðan smekk. Hann slúttaði konsertinum með undurfallegri Chopin-prelúdíu, konfektmoli eftir þungmelta og krefjandi villibráðarsteikina sem hann hafði tekið þátt í að framreiða á undan.
Eitt finnst mér fyndið á sinfótónleikum (ókei margt, en m.a. þetta). Það að á undan tónleikunum og í hléi situr góður slatti af spilurunum og æfir sig. Starir á nóturnar að verkunum sem það er að fara að flytja og spilar glefsur úr erfiðu köflunum aftur og aftur.
Eins og sinfótónleikar eru nú stífar og formlegar samkomur með öllum sínum kjólfötum og taka-í hendina-á-konsertmeistaranum-hefðum þá er þetta alveg dásamlega kasjúal viðhorf til áheyrenda.
Og svo er alltaf klappað miklu meira en í leikhúsi. Fer ekki nógu oft til að fullyrða það en er næstum viss um að það sé alltaf staðið upp. Það fer svolítið púðrið úr því við að verða eitthvað sem er gert á hverju fimmtudaxkvöldi er það ekki? Og hvernig ætli konsertmeistaranum yrði við ef einhver karlkyns stjórnandinn tæki sig til og gæfi henni ekki blómvöndinn sinn?
Og svo var hlaupið út í upplýst kvöldið og beint á málverkasýningaropnun hjá vini vorum Magnúsi Pétri Þorgrímssyni, sem betur er þekktur sem leirkeri. En hann er líka flinkur með pensilinn og svo fór að Varríus og frú festu kaup á einu verki sem talaði til okkar, eða kannski söng öllu heldur.
Misstum reyndar af myrkvuninni, en skilst að hún hafi verið heldur mislukkuð frá miðbænum séð. Misstum líka af framhaldsaðalfundi Hugleiks en sáum ársreikningana og fengum ilmandi ný plöstuð félaxskírteini með nýja lógóinu sem sjá má á heimasíðunni og er hannað af meistara Aðalbjörgu Þórðardóttur út frá hugmynd Ármanns að forsíðu söngbókar Hugleiks sem hann síðan fékk Unni Sveins til að teikna. Vel ættað merki og vel lukkað eftir því.
Allt í allt frekar skemmtilegt. Annað en hægt er að segja um fúkyrðagrein Sigurjóns tannlæknis í mogganum í dag sem fær mann til að skammast sín fyrir heimabæinn og undrast að menn sem telja sig hafa rökvísina og réttlætið sín megin geti ekki verið málefnalegri en þetta.
Farinn á Selfoss að funda. Fer svo á pólskan mímíker í kvöld. Systur á sunnudag.
Ekki allt búið enn.
*HFÚAS: Heimsfrægir Útlendingar Að Sunnan
5 Ummæli:
Stundin lofar góðu.
Já lofar góðu!
Hér heima á víkinni góðu sátu börn og aðrir minna þroskaðir menn og horfðu á sköpun sveitunganna andaktug og full af stolti.
Þá var umræddur moggi óútkominn.
Kv. Jói Kr.
amk í norðurbænum.... lengi á leiðinni norður mogginn.
Kv. Jói
Hey, það er ekki alltaf staðið upp á Sinfó... en kannski ansi oft þegar geðveikislega góðir einleikarar eru á ferðinni. En það verður gaman að sjá söngbókina. Þá rifjaðist upp fyrir mér að einu sinni byrjuðum við Palli að orcestrera Bíbí og blakan... kannski það klárist einhvern daginn.
Söngbókin sem um er rætt kom út fyrir löööööngu síðan Þórunn. '94 að mig minnir, fyrir daga Bíbí. Fyrstu 10 ár Hugleiks í tónum. Það er sem sagt löngu kominn tími á annað bindi.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim